29.9.2009 | 21:10
Nei, ég hef klúðrað svona
"Nei, ég hef klúðrað svona"
Svo svaraði Ari litli er ég spurði hann hvort hann hefði skorað töframark eins og Arshavin gerði á móti Olympiakos í kvöld. Þetta undirstrikar einfaldlega snilld Rússans knáa sem nýtir afríska takta.
![]() |
Liverpool tapaði í Flórens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2009 | 22:03
Gaukshreiðrið *****
Mikið var gaman að horfa á Gaukshreiðrið á RIFF hátíðinni í vel skipuðum aðalsal Háskólabíós í vikunni ásamt meistara Milos Froman leikstjóra meistaraverksins.
Gaukshreiðrið snertir á svo mörgum hliðum mannlegra tilveru og samskipta, misbeitingu valds og hvernig við drögum hluti í dilka. Myndin fjallar um hinn lífsglaða McMurphy (Jack Nicholson). Hann er eins og margir sem við þekkjum, óstýrlátur kvennamaður og slagsmálahundur. Einnig hefur hann gaman af fjárhættuspilum og að skemmta sér. Hann brýtur af sér og kýs heldur að fara á geðsjúkrahús heldur en að vinna í fangelsi. Sú ákvörðun reynist honum dýrkeypt því illmennið, hin sakleysislega Rachett (Louise Fletcher) yfirhjúkrunarkona er harðstjóri sem misnotar vald sitt og kúgar geðsjúklingana.
Leikurinn er stórgóður og eiga allir leikarar stórleik enda hafa þeir úr miklu að moða. Sagan er margslungin og góð framvinda. Enda hlaut kvikmyndin Óskarsveðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla og kvenna. Besta leikstjórn, besta myndin og besta handritið.
Eftir að hafa horft agndofa á myndina steig Milos Forman á stokk og sagði stuttlega frá kvikmyndinni. Síðan tóku við mis gáfulegar spurningar frá áhorfendum. Það er alltaf gaman að þessu lið, spurt og svarað.
Þar kom fram að þolinmæði er dyggð. Það þurfti að bíða í hálft ár eftir Jack Nicholson. Nokkrum leikurum var sent handrit, m.a. Marlon Brando. Forman bjóst ekki við að hann hefði einu sinni lesið það. Myndin er tekin í nánast réttri tímaröð á geðsjúkrahúsi, Oregon State Mental Hospital, sem var í fullum rekstri og aðstoðuðu sumir sjúklingarnir við upptökur. Forstjóri sjúkrahússins lék sjálfan sig og var þar eini spuni myndarinnar. Forman bað hann um að spyrja spurninga sem hann myndi ávallt spyrja. Jack lék með. Uppáhalds atriði Formans og eflaust fleiri var þegar indíáninn stæðilegi braust út fyrir veggi sjúkrahúnsins með góða anda með sér. En það var vel undirbúið atriði. Annað atriði sem honum þótti vænt um, var þegar sjúklingarnir fóru í veiðiferð. Það batnaði með árunum en hann var efins um að hafa það með í fyrstu.
Bókin sem myndin byggir á er sögð frá sjónarhóli indíánans og var því breytt. Lýsingar voru mjög myndrænar en það gekk ekki upp í kvikmynd. Ken Kelsey, höfundur bókarinnar neitar að horfa á myndina. Lítur á það sem skemmdarverk.
Forman benti ennfremur á að hjúkrunarkonan Rachett væri táknmynd valdsins, holdgerfingur kommúnístmans fyrir austan Járntjald. Hann valdi leikara með saklaust útlit í hlutverk yfirhjúkrunarkonunnar til að stuða áhorfendur meira en ef valin hefði verið þekkt bredda þá hefðu menn verið viðbúnari.
Ógleymanlegt kvöld.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 16:13
Engin jafntefli - athyglisvert
Það er athyglisvert hversu fá jafntefli hafa orðið í ensku Úrvalsdeildinni það sem af er. Ekkert jafntefli hefur litið ljós í dag þegar sjö leikjum er lokið. Jafnteflin eru aðeins fjögur yfir allar umferðirnar sjö.
Tipparar ættu að hafa þetta í huga og setja merkin 1 og 2 í útgangsmerki á getraunaseðlum. Þó þarf að vara sig á Stoke City.
Mórallinn í ár er að leggja allt í sölurnar, jafntefli er sama og tap. Þrjú stig eru betri en eitt.
![]() |
Fyrsta tap Chelsea - Keane með fernu fyrir Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 23:23
Bílabíó á kvikmyndahátíð
Skelltum okkur á bílabíó, eins og í Grease í kvöld. Klassísk mynd söngvamynd, Með allt á hreinu. Enskur texti. Baráttu milli Stuðmanna og Gæra. Fín útsending á FM 89.5, hljóð og mynd fylgdust vel að og bassinn fínn í bílnum. Gaman að upplifa þetta í kvöld.
20.9.2009 | 14:06
Hinn snæfellski James Bond
Fór í gær í skemmtilega og lærdómsríka óvissuferð um Snæfellsnes. Um miðjan dag komum við að Sögusetrinu í Grundarfirði. Þar tók á móti okkur Ingi Hans Jónsson og kom á eðal Jagúar sem bar númerið P-67. Hann bauð okkur velkomin og hóf skemmtilega sögu af hinum íslenska James Bond.
Hvernig skyldi James Bond tengjast Íslandi og Snæfellsnesi. Það var gátan. Ingi rakti lífshlaup Kanadamannsins Williams Stephensonar, með dulnefnið Intrepid. sem var stórmagnað og öfundvert. Þar voru tengsl Stephensons, Ian Flemming og James Bond skýrð. Síðan fór hann í ættfræði kappans og auðvitað var hann ættaður frá Íslandi. Foreldrar hans voru frá Skógarströndinni. Þau fluttu til Kanada og eignuðust William 1897 eða ári fyrr. Síðar var hann ættleiddur. Til er bók Dularfulli Kanadamaðurinn, sem maður þarf að lesa.
Þeir eru orðnir nokkrir heimsþekktir íslensku landnemasynirnir. Má þar nefna, fyrir utan njósnarann Intrepid, Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð og Íslensku Fálkana sem unnu gull í íshokkí árið 1920.
Nú er mikið talað um landflótta frá Íslandi, sem ég tel að sé orðum aukið. Þá rifjast upp tímabil Vesturfaranna frá 1870-1914. Það er mikill mannauður sem fór og margir gerðu það gott, aðrir ekki. En við megum ekki missa gott fólk burtu. Næsti eða næsta ofurhetja verður að vera al-íslensk, ekki afkomandi Íslendinga.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2009 | 09:42
Strætóblinda
Ég lenti í undarlegi strætóblindu í gær. Þegar viðburðarríkum vinnudegi var lokið var mætt í biðskýlið við Laugaveg 182. Taka átti tvistinn upp í Hamraborg og var hans vænst kl. 17.04. Eftir að hafa beðið þolinmóður í nokkrar mínútur umfram áætlaðan tíma birtust þrír vagnar. Fremstur meðal jafningja var vagn nítján, síðan kom fimmtán. Þriðji vagninn kom strax í kjölfarið eða réttar sagt vagnfarið. Ég og annar umhverfisvænn ferðamaður sem tekur ávallt sama vagn stukkum upp í þriðja vagninn án þess að hika og sýndum strætókortin okkar.
Þegar strætó er að nálgast Laugardalinn, þá fer hann að ferðast undarlega. Leita á vinstri akreinina. Þetta var ekki samkvæmt norminu. Loks beygði hann niður Reykjaveg. Þar kom skýringin á undarlegu aksturslagi nokkru fyrr. Hinn strætófarþeginn fór fram og ræddi við bílstjórann. Hann sagðist vera leið 14 og færi um Vogana en kæmi á Grensásveg, þar gætum við náð tvistinum. Var hann hinn hjálplegsti.
Við félagarnir ræddum þessa strætóblindu í nokkurn tíma á eftir. Ég var sannfærður um að það stóð 2 framan á vagninum og ferðafélaginn var einnig á þeirri skoðun. Þegar hress strætóbílstjórinn skilaði okkur á Grensásveg, þá gekk ég framfyrir vagninn til að tékka á númerinu, þar stóð 14. Við báðir höfðum því verið slegnir strætóblindu sem er eflaust náskyld lesblindu.
Annars var þessi korters útidúr fínn. Við ferðuðumst eftir Langholtsvegi og sáum heimavöll mótmælanda Íslands, Helga Hóesasonar. Það var athyglisvert að sjá bóm og mótmælaskilti á bekk einum þar sem möguleg stytta gæti risið í framtíðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 20:10
Réttlátir UEFA-menn
Þeir kunna að taka rökum UEFA-menn. Ég sá glöggt snertingu markvarðar og sóknarmanns í endursýningu þegar sjónarhornið er eftir vellinum. Snertingin er ekki eins sjáanleg þegar sjónarhornið er við endamörk.
Vonandi hætta nornaveiðarnar eftir þessa niðurstöðu.
Þetta atvik minnir mig á umdeild atvik sem átti sér stað 24. mars 1997 en þá glímdu Arsenal og Liverpool á Highbury. Fowler fékk stungusendingu, Seaman var til varnar og koma á móti. Hann náði að reka hönd í boltann. Fowler hoppaði yfir hann en féll í lendingunni. Dómarinn benti á vítapunktinn. Fowler reis upp og benti honum á að ekki hefði verið um víti að ræða. Fowler tók svo vítið. Seaman gerði sér lítið fyrir og varði en boltinn hrökk út í teig þar sem Jason McAteer var staddur og þrumaði í netið. Fowler hlaut mikið hrós fyrir. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.
Nokkur umræða var á eftir um atvik þetta og héldu margir fram að þó að markvörður snerti ekki sóknarmann, þá myndi hann trufla jafnvægisskyn sóknarmannsins með því að leggjast fyrir hann.
![]() |
Bann Eduardos fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 19:10
Jöklarnir vita svo margt
Masaru Emoto
Japanski vísindamaðurinn Masaru Emoto gaf út bókina Falin skilaboð í vatni. Þar segir hann frá rannsóknum sem hófust af tilviljun þegar honum datt í hug að kanna betur máltækið "engir tveir ískristallar eru eins." Hann frysti vatn og tók myndir af kristöllunum og komst að því að það var vissulega eitthvað til í þessu máltæki.
Rannsóknir Emotos tóku óvænta stefnu þegar hann ákvað af rælni að sjá hvaða áhrif tónlist og hljóðbylgjur hefðu á vatnið. Þannig ljósmyndaði hann ís sem myndaðist þegar hann spilaði 5. sinfóníu Beethovens, Mozart, Bach og "Let it be" eftir Bítlana. Í öllum tilfellum mynduðust einstaklega skærir og fallegir kristallar en "Heartbreak Hotel" með Elvis Presley varð frekar ljótur og sundraður ískristall, söluleiðis allt dauðarokk. Sama niðurstaða varð þegar jákvæð orð voru skrifuð og neikvæð.
Emoto vill meina að að jákvæðar og fallegar hugsanir skili sér beinlínis út í veröldina enda erum við 70% vatn.
Sturlungaöld í íslenskum stjórnmálum
Ísinn í Jökulsárlóni er talinn vera á bilinu 600-800 ára gamall og segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur að kristallarnir í þessum gamla ís séu hnefastórir. Ísinn geymir ókjör upplýsinga um fortíðina sem engan grunaði að hægt væri að kalla fram.
Ef það sem Emoto segir er rétt, að orð, texti og hugsanir hafi áhrif á vatnið og minningar varðveitist og geymist má segja að það sé sjálf Sturlungaöldin sem kelfir fram í Jökulsárlónið um þessar mundir. Það spillir ekki upplifuninni að því að fylgjast með jöklum ryðjast fram og brotna sem aldrei fyrr. Orð, textar og hugsanir sem voru á sveimi á 13. öld og lágu frosin í 800 ár losna nú úr viðjum sínum. Hvort hugmyndirnar fara aftur á kreik er erfitt að segja. Þarna brotnar ís og bráðnar frá tímum þegar stórhöfðingjar risu til valda og ríkir menn og kaldráðir lögðu undir sig heilu landshlutana, útrás og þrá eftir frægð, fram og viðurkenningu endaði með innrás. Það liggur eitthvað í loftinu og jakarnir bráðna sem aldrei fyrr.
Er árið 1262 að bráðna í Jökulsárlóni en þá var Gamli Sáttmáli undirritaður, rétt eins og IceSave og EES-umsókn. Neikvæðu hugsanirnar og aðgerðirnar á Sturlungaöld eru að hafa áhrif á mannfólkið.
Heimild:
Lesbók Morgunblaðsins, Andlit frá Sturlungaöld, laugardagur 29. apríl 2006. Andri Snær Magnson.
12.9.2009 | 19:01
Breiðablik massar yngri flokkana
Þegar úngur ég var, fyrir 30 árum var UBK með bestu yngri drengjaflokkana á landinu. Nú, þrem áratugum síðar er sama staða uppi en ekki hefur meistaraflokkur unnið alvöru titil á þessu langa tímabili. Ávallt verið efnilegir. Kannski verður upphafið að umbreytingunni á morgun, ef liðið kemst í úrslit bikarsins. Þeir eiga amk góðar fyrirmyndir í 4. og 5. flokk.
Í dag horfði ég á úrslitaleik 4. flokks á Kópavogsvelli. Breiðablik og KA kepptu lokaleikinn og höfðu Blikar öruggan sigur 3-0. Spilið hjá Blikum var mjög gott og vörnin traust. Umgjörðin um leikinn var mjög góð.
Fyrsta mark Blika var mjög gott, enda búa sóknarmenn liðsins yfir mikilli knatttækni. En næstu tvö mörk voru af ódýrara taginu. Hafði blautur völlurinn eflaust áhrif á varnarvinnuna.
Hvor hálfleikur er í 35 mínútur og ellefu leikmenn inná en skipta má öllum leikmönnum inná eins oft og hentar.
Um síðustu helgi horfði ég á úrslitaleik 5. flokks á Hlíðarenda. Sömu lið glímdu og fóru leikar 4-0 fyrir þeim grænu. Hvor hálfleikur stendur yfir í 20 mínútur með sjö leikmönnum og má skipta eins og í handboltaleik. Umgjörðin var flott, topp dómari, Kristinn Jakobsson.
Annars var dagurinn ekki góður úrslitalega séð fyrir mig. Almunia tapaði fyrir Givens og Adebayor, 2-4 í ensku Úrvalsdeildinni og HK missti af úrvalsdeildarsæti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 12:11
Kevin Mitnick - tölvuhakkari í heimsókn
Kevin Mitnick er einn þekktasti tölvuhakkari veraldar. Þegar hann var ungur var hann eins hæfileikaríkur í sínum geira og Diego Maradona í fótbolta.
Hann var um skeið á Top 10 Most Wanted-lista FBI og hefur verið umfjöllunarefni kvikmynda, fjölmargra heimildarmynda og fréttaþátta á borð við 60 Minutes. Mitnick starfar nú sem sérfræðingur og ráðgjafi í öryggislausnum og er einn virtasti fyrirlesari veraldar á sviði upplýsingatækni.
Kevin hefur snúið við blaðinu efir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er hættur að brjótast inn í tölvukerfi stórfyrirtækja og orðinn öryggisráðgjafi. Hann er staddur hér á landi og heldur fyrirlestur á Haustráðstefnu atvinnulífsins sem Skýrr heldur í dag.
Fyrirlesturinn sem hann flytur fjallar um bragðvísi (e. social engineering) en hún fjallar um beiting bragða í mannlegum samskiptum til að fá tölvunotanda til að slaka á öryggiskröfum eða brjóta öryggisreglur. Oft er höfðað til hjálpsemi þess sem fyrir verður eða veikleika hans, svo sem græðgi eða óheiðarleika.
En fólk er veikasti hlekkurinn í tölvuöryggismálum og rannsóknir sýna að 70% brota eru framin innan veggja fyrirtækisins.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 236834
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar