Silfurfoss

Í 473 skrefa fjarlægð frá Hólaskjóli er nafnlaus foss í ánni Syðri-Ófæru. Hann minnir á Gullfoss, gæti verið frumgerð hans. Vegna líkingarinnar hafa sumir nefnt fossinn Silfurfoss.

Í gær keyrði ég frá Geirlandi hjá Kirkjubæjarklaustri og hélt upp Landmannaleið, F208. Það er stórmögnuð leið heim til Kópavogs. Margt fróðlegt bar fyrir augu og litadýrðin í nágrenni Landmannalauga var stórfengleg. Ég hef sé fjölda mynda en færustu atvinnuljósmyndarar hafa ekki náð að koma upplifuninni til skila. Veðrið var mjög heppilegt, nýlega hafði verið úrkoma og allir litir tærir.

Fyrsta stoppið var við Hólaskjól en þar reka aðlir í Skaftártungu ferðaþjónustu. Glæsilegur skáli er í Lambaskarðshólum, einnig góð tjaldstæði og smáhýsi.

Fjölskyldan fór í gönguferð að "Litla-Gullfossi" eða Silfurfossi í rigningarúða. Ég tjáði göngumönnum að þetta væri stutt ganga, 500 metrar eða fimm fótboltavellir. Ari litli vildi hafa fjarlægðina á tæru og taldi hvert skef sem hann tók. Var hann því frekar skreflangur alla leið. Taldi hann 473 skref.

IMG_2840  Fossinn í Syðri-Ófæru er á pöllum eins og Gullfoss og steypist ofan í þröngt gil

 


Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst með 4-0 sigri á Barnet

Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst í dag á Underhill leikvanginum á hefðbundnum opnunarleik við Barnet. Varalið Arsenal spilar heimaleiki sína á leikvellinum. Barnet spilar í 2. deild eða D-deild.  Arsenal spilaði í nýju búningunum. Hinum hefðbundna, rauða með hvítu ermunum. Líkar mér það betur. Það var vorbragur á leik liðanna og lítil harka.  Tíu HM-kempur eru í fríi og koma hver á fætur öðrum inn í liðið. Vonandi verður búið að fínstilla það fyrir fyrsta leik í úrvalsdeildinni við Liverpool eftir mánuð.

Koscielny Mikla athygli vakti að markvörðurinn Almunia var ekki með en hann var í hópnum sem gefin var upp fyrir leik. Nú er spurningin hvort eðlilegar skýringar séu á brotthvarfinu eða hvort nýr markvörður sé á leiðinni.

Nýju leikmennirnir  Marouane Chamakh og Laurent Koscielny voru kynntir til leiks. Þeir skiptu hálfleiknum á milli sín en voru lítt áberandi.

 

Rússinn knái Andrei Arshavin kom Arsenal í forystu á annarri mínútu. Jay Simpson bætti öðru og þriðja við á þeirri 16 og 45. Wilshire var sprækur í fyrri hálfleik og bar upp spilið en margar sóknir komu upp vinstri kantinn þar sem Traore og Arshavin réðu ríkjum.

 

Chamakh

Í síðari hálfleik kom nýtt lið inná, 11 skiptingar og hálfleikurinn daufur. Nasri skoraði fjórða markið á 75. mínútu eftir skelfileg mistök varnarmanns Bees. Walcott átti tvö góð færi sem ekki nýttust.

Það var létt yfir mönnum, ferð til Austurríkis framundan og Emirates Cup. Æfingatímabilið endar svo í Póllandi.

Byrjungarlið Arsenal: Fabianski, Nordtveit, Vermaelen, Koscielny, Traore, Frimpong, Rosicky, Wilshere, Arshavin, Simpson, Emmanuel-Thomas

Seinna lið Arsenal: Wojciech Szczesny, Vito Mannone, Craig Eastmond, Samir Nasri, Conor Henderson, Henri Lansbury, Theo Walcott, Nacer Barazite, Ignasi Miquel, Johan Djourou, Kieran Gibbs og Maroune Chamakh.


Eyjafjalla skallinn

Meðan bólgan líður úr hægri ökkla mínum ligg ég við lestur til að drepa tímann. Það er gaman að lesa ferðasögur Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) fyrir einni öld. Hann gekk á fjöll og firindi og var frumherji í fjallamennsku. Hann skrifaði um ferðir sínar og gaman að bera saman við nútímann.  Ein grein sem birtist í Fanney árið 1919 er um Eyjafjallajökul. Þar kemur eldgosið 1821 til 1823 fyrir.  Læt ágæta vísu og fréttaskýringu fylgja með.

 

Eyjafjallajökull hefir líka gosið eldi; síðast 1822. Þá kvað Bjarni Thorarensen:

   Tindafjöll skjálfa, en titrar jörð,
   tindrar um fagrahvels boga,
   snjósteinninn bráðnar, en björg klofna hörð,
   brýst þá fyrst mökkur um hárlausna svörð
   og lýstur upp gullrauðum loga.
   Hver þar svo brenni, ef þú spyr að,
   Eyjafjalla skallinn gamli er það.

Eldgjáin var þá sunnan og vestan í hábungu jökulsins, og rann vatnsflóð ofan á sandana við Markarfljót. Vatnið gat ekki safnast fyrir vegna brattans, svo að það gerði lítinn usla, en öskufall varð mikið. Við það tækifæri fengu Reykjavíkurbúar dálítið af ösku í nefið með sunnanvindinum.

Heimild:
Jón Trausti, ritsafn, 8. bindi, bls. 245.
Úr greininni Eyjafjallajökull sem birtist í Fanney 1919, 5. hefti.

 


mbl.is Eitt öflugasta hverasvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur til Hollendinga?

Ef marka má söguna, þá er skrifað í skýin að silfrið á HM 2010 falli Hollandi í skaut.  Þegar HM keppnin var haldin 1974 og 1978 þá var haldin undankeppni og voru Íslendingar með Hollandi í undanriðli.  Hollandi vann undankeppnina og fór alla leið í úrslit en tapaði.  Er það bæði gæfa og ógæfa Hollendinga að spila við Ísland.

Í undankeppni í ár voru Hollendingar svo heppnir að lenda með Íslandi í riðli og unni þeir hann með fáheyrðum yfirburðum. Nú eru þeir komnir í úrslit og gangi knattspyrnusagan eftir, þá verður silfrið hlutskipti þeirra.

Ísland hefur tvisvar áður lent með Hollandi í undankeppni EM, það var fyrir keppnirnar 1980 og 1984 og var það Hollendingum ekki til gæfu.

Ég var svo heppinn að fara á leik Íslands og Hollands þann 6. júní í fyrra og sjá verðandi silfurdrengi. Voru yfirburðir Hollendinga svo miklir á vellinum að maður féll í stafi yfir tækni og nákvæmum sendingum þeirra. Ávallt var til staðar maður til að koma boltanum á.  Ísland tapaði leiknum ekki nema 1-2 og var það kraftaverk miðað við hvernig leikurinn spilaðist.  Fyrri hálfleikur var líklega það besta sem sést hefur hér á landi. Byrjunarlið Hollands í leiknum var mjög líkt því og líklegt byrjunarlið á sunnudaginn nema hvað Wesley Sneijder kemur inn í það:

Maaarten Stekelenburg, John Heitinga, Andre Oojier, Jorin Mathijsen, Giovanni van Bronckhorst, Mark van Bommel, Nigel de Jong, Robin van Persie, Dirk Kuyt, Rafael van der Vaart, Arjen Robben.

Leikir Íslands og Hollands í HM:

22.08.73   Ísland - Holland    0-5
29.08.73   Holland - Ísland    8-1

08.09.76    Ísland   Holland   0-1
31.08.77    Holland   Ísland   4-1

11.10.08    Holland - Ísland   2-0 (1-0)
06.06.09    Ísland - Holland   1-2 (0-2)

Ísland er að nálgast Hollendinga! - Munurinn að minnka. 

Í dag er leikur Þjóðverja og Spánverja og fyrir mót var ég búinn að spá Spánverjum sigri, ég held mig við það en Þjóðverjar hafa verið lið keppninnar hingað til. Bronsið verður þá þeirra.

Persie


Fjórðungsúrslit á HM

Það er góður knattspyrnudagur í dag. Átta landslið eru eftir í Heimsmeistarakeppninni í Suður Afríku og seinnipartinn á morgun verða þau aðeins fjögur eftir.

Holland - Brasilía

Evrópa gegn S-Ameríku en liðum frá S-Ameríku hefur gengið mjög vel í Afríku. Ég var búinn að spá Spánn - Holland í úrslit, þannig að Holland verður að vinna þennan taktíska leik. Það verða ekki mörg mörk skoruð en í síðustu 23 leikjum Dunga með Brasilíu hefur liðið haldið hreinu. Það verður erfitt verk fyrir Robin van Persie að finna glufu á öflugri vörn Brassa en ef það tekst ekki í venjulegum leiktíma, þá tekst það í vítaspyrnukeppni.

Uruguay - Gana

Sögulegur leikur fyrir Afríku. Vinni Gana, þá er það í fyrsta skipti sem lið frá álfunni kemst í undanúrslit. Það er því stórt skref fyrir unga leikmenn Gana að stíga. Spurning um hvort gulrótin sé of stór fyrir þá. Ég held að þeir eflist og geti unnið þennan leik. Þeir munu stoppa Forlan og Suarez.

Argentína - Þýskaland

Hér eigast við tvö af skemmtilegustu liðum keppninnar. Þýskt skipulag gegn sjóðheitum tilfinningum. Ég hef trú á að Þýskaland hafi færri veikleika en Argentína og fari því áfram.

Spánn - Paragvæ

Fjórða S-Ameríkuliðið og ég búinn að setja öll út í kuldann. Nú er komið að Paragvæ en þeir munu eflaust spila upp á 0-0 jafntefli og stóla á góðar vítaskyttur. Spánn sem tapaði fyrsta leik óvænt, leik sem þeir máttu tapa ná að lauma inn einu marki og tryggja sig áfram. Hef trú á því að Fabregas fái stórt hlutverki í þessum leik á miðjunni.

Gangi þessi spá eftir, þá verða Gana og Holland á þriðjudag og Spánn gegn Þýskalandi á miðvikudag.  Fari spáin út um þúfur, þá gætu öll liðin í undanúrslitum komið frá S-Ameríku, Brasilía gegn Uruguay og Argentína gegn Paragvæ. Það væri flott staða.

 


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 236809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband