29.5.2010 | 10:28
Ólafsskarðshnúkar (560 m og 620 m)
Fyrsta gangan með Útivistarræktinni var gengin í góðviðrinu á miðvikudagskvöld. Stefnan var sett á Ólafsskarðshnúka en þeir eru í framhaldi af Sauðadalahnúkum og loka hnúkarnir austurhlið Jósefsdal.
Gengið var inn Jósefsdal og upp skarðið milli Vífilsfells og Sauðadalsnjúka. Mótorhjólabrautir voru merktar víða í dalnum og virtu hjólamenn þær. En fáir hjólamenn voru við æfingar. Stefnan var sett á hnúkana og gengið upp milli þeirra. Laus möl var ofan á móberginu og þurfti því að fara varlega. Þegar komið var á topp neðri hnúksins var hugað að nesti. Gott útsýni yfir Suðurland en ekki sást Eyjafjallajökuls vegna misturs. Það var mosi á toppnum en ekki var haldið á hærri hnúkinn sem er 60 metrum hærri.
Ólafsskarð sem gefur hnúkunum nafn er gölum þjóðleið úr Selvoginum. Nær hún hæst 420 metrum. Nafnið á skarðinu er komið af Ólafi bryta í Skálholti, sem hér átti leið um trylltur af töfrum ráðskonunnar á staðnum, eins og frá er greint í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Í Ólafsskarði eru leyfar af gömlum skíðaskála Ármanns. Hafa Reykvíkingar sótt sælustundir þangað áður en skíðaaðstaða kom í Skálafell og Bláfjöll.
Dagsetning: 26. maí 2010
Hæð: 562 metrar
Hæð í göngubyrjun: 273 metrar skammt frá minni Jósefsdals.
Uppgöngutími: 75 mín (19:10 - 20:25)
Heildargöngutími: 2,5 klst. (19:15 - 21:40)
Erfiðleikastig: 1 skór
GPS-hnit tindur: 64.01.285 - 21.32.737
Vegalengd: 7 km (2,5 km bein lína frá bíl að toppi)
Veður kl 21: 8.9 gráður, 7 m/s af N og bjart, raki 55%
Þátttakendur: Útivistarræktin, 47 manns - 13 bílar.
GSM samband: Já - en í aðra áttina
Gönguleiðalýsing: Létt ganga upp skarð inn Jósefsdal í ríki mjótorhjólanna. Gengið með Sauðadalahnúkum að Ólafsskarðshnúkum. Kjagað upp móbergishlíðina milli hnúkana. Nestispása á mosavöxnum toppi. Horft til hærri hnúksins. Komið niður í Ólafsskarði.
Ferðalög | Breytt 27.6.2010 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 16:27
Óvænt heimsfrétt í óvissuferð
Það var góð eða slæm heimsfrétt, en það fer eftir því hvernig á það er litið, sem barst okkur í óvissuferð sem ég hafði skipulagt fyrir fjölskylduna um goslok í Eyjafjallajökli. Upphafleg áætlun var að keyra á Þingvelli, ganga á lítið fell og fara þaðan í Fljótshlíð og skoða náttúruundrið. Síðan átti að safna ösku og setja í krukku til minningar um jarðfræðiferðalagið um Hvítasunnuna.
Þegar við vorum komin í helgi Þingvalla heyrðum við á öldum ljósvakans að gosið lægi niðri og aðeins gufubólstrar stigu til himins. Því var skoðunarferð aflýst. Umferð um Suðurlandsveg var þung og margir á leið úr borginni og eflaust fjöldi á leið í Fljósthlíð til að verða vitni að goslokum.
Þegar heim var komið hófust athuganir á vinsældum Eyjafjallajökuls. Vísitala Eyjafjallajökuls og annara jökla á Íslandi hefur aukist um 22% á milli mánaða. Athugunin fer þannig fram að nafn viðkomandi jökuls er slegið inn í nefnifalli og leitarstrengir skráðir. Svona er staðan í dag:
Stærð | 24.4.2010 | 23.5.2010 | Mism | % | |
Vatnajökull | 8.300 | 149.000 | 196.000 | 47.000 | 32 |
Langjökull | 953 | 80.700 | 74.900 | -5.800 | -7 |
Hofsjökull | 925 | 77.200 | 79.500 | 2.300 | 3 |
Mýrdalsjökull | 596 | 233.000 | 268.000 | 35.000 | 15 |
Drangajökull | 160 | 30.200 | 32.200 | 2.000 | 7 |
Eyjafjallajökull | 78 | 5.650.000 | 6.970.000 | 1.320.000 | 23 |
Tungnafellsjökull | 48 | 9.950 | 12.000 | 2.050 | 21 |
Þórisjökull | 32 | 9.370 | 9.010 | -360 | -4 |
Eiríksjökull | 22 | 15.200 | 20.300 | 5.100 | 34 |
Þrándarjökull | 22 | 2.900 | 3.520 | 620 | 21 |
Tindfjallajökull | 19 | 16.200 | 20.600 | 4.400 | 27 |
Torfajökull | 15 | 22.500 | 23.600 | 1.100 | 5 |
Snæfellsjökull | 11 | 69.300 | 78.100 | 8.800 | 13 |
Tæplega 7 milljón leitarstrengir koma upp hjá Eyjafjallajökli í dag. Eldstöðin hefur náð að halda vinsældum sínum á Netinu síðasta mánuðinn enda kom öflug roka úr honum í byrjun maí og lokaði nokkrum flugvöllum í Evrópu. Einnig kemur gosið í Eyjafjallajökli oft fyrir í Eurovision keppninni. En athygli jarðeldsins hefur greinilega haft jákvæð áhrif á aðra íslenska jökla.
Það veður spennandi að sjá leitarvísitöluna eftir mánuð. Vonandi fer Katla ekki af stað fyrr en í haust. Það má ekki ræna okkur sumrinu.
Á Sky News: AFP: Geophysicist says Icelandic volcano is no longer active.
![]() |
Gosið liggur alveg niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 23:33
Fyrsti slátturinn
Vorið er á áætlun í Álfaheiðinni í ár þrátt fyrir kaldan apríl.
Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var í gærkveldi, tæpri viku á undan fyrsta slætti á síðasta ári. Ég reikna með að slá átta sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur. Aspirnar eru fallnar og aðeins sér í rætur þeirra. Þær verða fjarlægðar á næsta ári. En ræturnar voru orðnar full fyrirferðamiklar á lóðinni.
Flesjan er frekar missprottin og ágætis vöxtur á vestari grasbalanum inni í húsasundinu og gaf hann af sér nokkra hestburði. Sprettan var mjög mikil á austurtúnunum. Má þetta grasfræinu sem borið var á fyrir mánuði. Aspirnar fallnar fyrir nokkru og grasið nýtur sín í sólinni. Fáir túnfíflar sáust.
Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1. Þessar tölur segja að vorið í ár var hagstætt gróðri.
2009 21. maí
2008 15. maí
2007 26. maí
2006 20. maí
2005 15. maí
2004 16. maí
2003 20. maí
2002 26. maí
2001 31. maí
Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið betra en síðasta ár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 18:38
Mosöld 2010 - Öldungamót í blaki
Þau eru glæsileg öldungamótin í blaki og stækka með hverju árinu. Ég tók þátt í 35. mótinu, Mosöld 2010, sem haldið var í Mosfellsbæ 13.-15. maí. Sindri mætti með fjögur lið, tvö karlalið og tvö kvennalið. Keppt er í 6 deilum í karlaflokki og 10 deildum í kvennaflokki. Sjö lið eru í hverri deild. Einnig er öðlingadeild fyrir 50 ára og eldri. Alls voru 125 lið með um þúsund keppendum. Markmiðið var að skemmta sér.
Árangurinn var mjög góður hjá blakmönnum Sindra. Karlalið Sindra sigraði í 5. deild og færðist upp í þá fjórðu. Sindri B stóð sig vel í 6. deild en náði ekki að vinna sig upp.
Stúlkurnar héldu sæti sínu í 4. deild en vantaði herslumuninn í nokkrum hrinum, töpuðu þrem hrinum með einu stigi en vörðu sæti sitt með góðum sigri í síðasta leik.
B-lið Sindra var nálægt því að hækka um deild og komast í þá áttundu.
Síðasta öldungamót sem ég keppti í var fyrir fimmtán árum á Akureyri. Það var mjög skemmtilegt og eftirminnilegt mót. Þó má greina nokkurn mun. Þá voru færri lið og við náðum bronsverðlaunum, líklegast í neðstu deild, þeirri þriðju. Það eru miklar framfarir hjá blakmönnum. Mér kom á óvart hversu öflug fyrsta deildin er orðin. Skipulag í Mosfellsbæ var til mikillar fyrirmyndar. Keppt á níu völlum og upplýsingaflæði mjög gott. Frábær andi og mikil gleði. Dómarar voru góðir en blaklandslið Íslands tók verkefnið að sér.
Svo var árangurinn góður, þannig að lífið gerist ekki betra. Ég var sjöundi maður í liði Sindra og líkaði lífið vel á varamannabekknum. Það var gaman að sjá félagana spila og leikgleðin var mikil enda var hverju stigi vel fagnað.
Fjórir fyrstu leikirnir unnust en Laugdælir voru erfiðir og náðu að sigra okkur í oddahrinu. En sem betur fer fyrir okkur Sindramenn var þetta var leikurinn sem mátti tapast.
Fremstur Sindramanna var þjálfarinn, Páll Róbert Matthíasson og var gaman að sjá hann smassa hvern boltann frá uppspilaranum brögðótta, Sævari Þór Gylfasyni í gólfið. Hávörnin var öflug og tók Tóti Bigga margar blokkir og smurði í gólfið. Binni var duglegur að lauma boltunum á veika staði og Valgeir náði sniðugum stigum. Pólverjinn Grzegorz Domasiewicz var á miðjunni og átti fína leiki. Eftirminnilegasta atvikið var þegar hann þaut upp í loftið rétt eins og Gunnar á Hlíðarenda og myndaði smassbyssuna ógurlegu gegn öflugri hávörn en skyndilega skipti hann um skoðun og laumaði boltanum snyrtilega á bakvið hávörnina.
Sindri | 1 | 6 | 11 | 11-2 | 305:220 | 5.50:1.39 |
Rimar Á | 2 | 6 | 10 | 10-3 | 303:232 | 3.33:1.31 |
Laugdælir | 3 | 6 | 9 | 9-5 | 295:276 | 1.80:1.07 |
Skautar-Óðinn | 4 | 6 | 7 | 7-7 | 297:279 | 1.00:1.06 |
Broskarlar II | 5 | 6 | 6 | 6-7 | 248:273 | 0.86:0.91 |
Huginn | 6 | 6 | 3 | 3-10 | 248:286 | 0.30:0.87 |
Leiknir Fásk | 7 | 6 | 0 | 0-12 | 170:300 | 0.00:0.57 |
Brynjúlfur Brynjólfsson, Páll Róbert Matthíasson, Valgeir Steinarsson, Grzegorz Domasiewicz og Þórarinn Birgirsson að fara yfir málin í leikhléi. Sævar Þór Gylfason var að undirbúa eitraðar uppgjafir og ég var upptekin við myndsmíði.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 22:14
Jarðeldurinn í Eyjafjallajökli myndaður
Gönguklúbburinn Skál(m) skellti sér í göngu á móbergsstapann Þórólfsfell (574 m) um dagmál á sunnudaginn. Það var bjart yfir Suðurlandi en mistur á leiðinni. Truflanir voru á flugi í Evrópu.
Við tókum stefnuna á fjarskiptamastrið á Þórólfsfelli og heyrðum reglulega í sprengingum í Eyjafjallajökli. Jökullinn var kolsvartur. Gufubólstrar stigu úr Gígjökli en þar tókust frost og funi á. Gosmökkurinn var grár og minnti á Lómagnúp séðan á hlið. Bólstrarnir náðu 5 til 6 km hæð. Merkilegt að þessi fína aska sem myndast í sprengingunum skuli hafa svona mikil áhrif á samgöngur víða um Evrópu. Þetta mun vera út af efninu í kvikunni, trakít og gassprenginga en kornastærð ryksins er minni en þykkt hársins á okkur.
Er við kjöguðum upp fellið sem kennt er við Þórólf Asksson, landnámsmann og ættingja Njáls á Bergþórshvoli, rákumst við á þrjá atvinnuljósmyndara. Þeir sátu kyrrir á bak við öflugar myndavélar og fylgdust vel með hverri sprengingu. Þeir voru aðeins að hita sig upp. Ljósaskiptin voru þeirra tími. Svona eru alvöru ljósmyndarar. Þolinmóðir og þrautgóðir. Þeir sáu eldingar í gosmekkinum.
Þegar komið var að endurvarpsmastri Mílu fundum við aðra tjaldborg. Síðan hrekktum við ættingja, hringdum í þá og sögðum að það væru miklar breytingar í gosinu. Hvöttum þá til að kíkja á eldgos.mila.is. Þegar þeir í öngum sínum fóru inn á síðuna blasti þreyttur göngumaður við þeim brosandi. Þetta klikkaði ekki. Þarna fengu skálmarar snert af heimsfrægð, því þúsundir manna horfa á gosið í beinni.
Á niðurleiðinni fór að rökkva og það var tilkomumikið að heyra sprengingarnar og sjá rauða, eldglóandi hraunklepra skjótast upp en þeir eru mældir í einingunni jeppar, slyddujeppar og stórir jeppar.
Daginn eftir, 12 tímum síðar hófst jarðskjálftahrina. Í kjölfarið kom dekkri gufubólstur og kornóttari aska sem var eins og fjörusandur. Merkilegt gos í Eyjafjallajökli.
Vísindi og fræði | Breytt 21.5.2010 kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2010 | 23:22
ThorDC
Fór með félögum í Félagi tölvunarfræðinga í heimsókn til Thor Datacenter. Þeir sýndu okkur hvernig gagnaver í gámum virkar.
Fyrsti gámurinn er komin upp og fyrstu viðskiptavinirnir sem eru spænskir, komnir með ódýra græna og umhverfisvæna lausn til að hýsa tölvukerfi sín. Við kíktum inn í sérhannaðan eldvarðan gáminn og leit hann traustlega út.
Hugmyndin að gagnaveri í gámum er sniðug. Fyrirtækið sníður sér stakk eftir vexti. Er ekki að fjárfesta í stórum sal sem mikill kostnaður fer í að kæla og viðhalda. Komi stór pöntun, þá er slegið upp nýjum gámi.
Í fréttatilkynningu sem Thor DC sendi frá sér þegar fyrsti gámurinn var kynntur alþingismönnum fyrir páska kemur fram að gagnavarsla geti orðið ein tekjumesta atvinnugrein þjóðarinnar. Tekjur af um 80 gagnaversgámum gætu numið um 115 milljörðum kr. í tekjur.
Gagnaverið nýtir kuldann á Íslandi til að kæla búnaðinn og notuð nýj tækni sem hafi verið þróuð í samstarfi við evrópska aðila. Gagnamagnið, sem einn svona gámur getur geymt, er um 6,2 petabæt, sem jafngildi um 6.200.000 gígabætum.
Vonandi tekst Thor DC að útvíkka þjónustuna til að fleiri störf skapist svo störfin hér verða ekki aðeins rekstur á kælingu og rafmagni.
Það verður gaman að fylgjst með ThorDC í framtíðinni.
3.5.2010 | 12:05
St. Totteringham's day
St. Totteringham's day gæti runnið upp í dag. En það verður ljóst þegar flautað verður til leiksloka í leik Blackburn og Arsenal síðdegis.
En St. Totteringham's dagurinn er dagurinn þegar Tottenham getur ekki náð Arsenal að stigum í Úrvalsdeildinni. Munurinn á liðunum er 5 stig og sex stig í pottinum hjá Spurs. Því dugar sigur hjá Arsenal í dag til að tryggja þriðja sætið og hefja hátíðina.
Fyrir marga Arsenal menn er St. Totteringham's day stærri dagur en jóladagur. Sérstaklega fyrir þá sem búa nálægt stuðningsmönnum Spurs.
St. Totteringham's dagurinn getur því verð breytilegur og er hann frekar seint á þessu ári. Fyrir tveim árum var hann 9. marz. Svona hefur Spurs farið mikið fram en þeir hvítklæddu hafa haft 9 stjóra á meðan Arsene Wenger hefur stjórnað Arsenal. Stöðugleiki er málið.
Árið 1995 var slæmt ár. Þá rann St. Totteringham's dagurinn ekki upp. Þá var George Graham látinn taka pokann.
Fyrir þá sem hafa áhuga á meiri tölfræði um St. Totteringham's daginn, þá er hér ágætis yfirlit frá 1971.
Einnig er hægt að njóta dagsins með félögum á Facebook.
![]() |
Wenger: Treystið okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2010 | 10:26
Rafbarbarinn Rubico
En hvernig komst Rubico inn í tölvupóst Palin?
Í grein í Computerworld er innbrotið útskýrt en í stuttu máli notaði hann endurstillingu á lykilorðum og aflaði sér svara við spurningum sem póstkerfið bað um með því að lesa samfélagsvefi sem Palin var skráð á.
Þetta atvik segir fólki að það ber að hafa varan á sér þegar frípóstur er notaður. Einnig á fólk ekki að geyma mikilvægar eða persónulegar upplýsingar á frípósti. Öryggið er ekki nógu mikið.
En góðu fréttirnar eru þær að rekjanleiki er í rafheimum og þrjótar fá sína refsingu, amk ef þeir búa í sama landi. Hins vegar vandast málið ef heimsálfur skilja fórnarlambið og rafbarbarann af.
blank_page
![]() |
Fundinn sekur um að hakka tölvu Palin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 291
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 238
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar