Svínafellsjökull minnkar

Í uppgjöri Svínafellsjökuls á því herrans ári 2010 kemur eflaust fram að hann hefur minnkað.

Í nýjasta hefti Jökuls (No 59, 2009), fjallar Oddur Sigurðsson um jöklabreytingar. Um Svínafellsjökul árin 2006-2007 segir: Neskvísl sem rann frá jöklinum i Skaftafellsá er nú hætt að renna. Allt vatn frá jöklinum fer nú um Svínafellsá.

Einnig eru mælingar á stað 2 athyglisverðar en Guðlaugur Gunnarsson hefur séð um þær. Á árunum 1930-1960 hopaði hann um 403 metra. Skriðjökullinn bætti við sig 3 metrum á tímabilinu 1960-1990. Hann hörfaði um 96 metra 2003-2004 og 2 metra 2006-2007. Hopið síðustu kreppuár er augljóst.

Á stað 3 eru meiri breytinagar á Svínafellsjökli: Hop um 2.342 metra 1930-1960; Hop um 281 metra 1960 til 1990 og 72 metrar 2003-2004. 

Ég átti leið að jöklinum í vikunni og fór í gönguferð á Svínafellsjökli með fjallaleiðsögumanninum Einari Sigurðssyni hjá Öræfaferðum. Þetta er stórbrotin ferð, áhrifamikil og mjög lærdómsrík.

Það er svo margt sem jöklarnir vita og við vitum ekki um. Okkur birtast svipir góðs og ills sem mótuðust í iðrum breðans á meðan aldirnar líða.

Atriði í kvikmyndin, Batman Begins voru tekin við Svínafellsjökul í Öræfasveit árið 2004 og sést vel í einu bardagaatriðinu í jökulinn. Ég tók mynd af sama stað sex árum síðar og munurinn er gríðarmikill.

Hér er bardagaatriði úr Batman-myndinni (4:22):

SvBatmanBeginsJok

Liam Neeson og Christian Bale að berjast við jaðar Svínafellsjökuls á frostlögðu vatni. 

Mynd tekin í lok árs 2010 á sama stað:

IMG_3843

Bardagahetjurnar börðust á svellinu sem er í forgrunni og yfirborð jökulsins hefur lækkað mikið og jaðarinn hörfað. Hér eru ekki nein tæknibrögð í tafli heldur er jörðin að hlýna.


Hálfmánar

Það er ekkert betra en að borða hálfmána og horfa á almyrkva á tungli um leið. Stórmerkilegt, fullt tungla, stysti dagur ársins, vetrarsólstöður og almyrkvi.

Ég man eftir einni Tinnabókinni, Fangar í sólarhofinu, en þá bjargað Tinni sér og félögum á ævintýralegan hátt frá aftöku með því að frétta af sólmyrkva en það er önnur birtingamynd myrkva.

Nú er máninn kolsvartur og hálfmáninn búinn.


ABBAABBAAB-kerfið

Ekki kom þessi niðurstaða á óvart. Liðið sem hefur keppni vinnur oftar. Í leik Paraguay og Japan í HM í sumar höfðu leikmenn Paraguay í vítaspyrnukeppni eftir daufan leik. Þeir hófu vítaspyrkukeppnina. Ég skrifaði bloggfærslu þá:

"Mér finnst það lið sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, það væri gaman að fá spekinga til að fara í gegnum tölfræðina.

Af hverju, ein skýring er sú að þegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu þá er meiri pressa á næsta leikmanni."

ABBAABBAAB-kerfið er ekki galin útfærsla. Það þarf að prófa það. Eini gallin er að þetta virðist flókið, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur en eflaust sanngjarnara.


Heimsfrægt Eyjafjallagos

Í frétt á visir.is í dag kemur fram að gosið í Eyjafjallajökli síðasta vor er einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu. Þetta kemur fram í árlegri úttekt leitarvélarinnar Google, en auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Ég hef fylgst með vinsældum Eyjafjallajökuls á árinu og mælt hvað mörg svör koma á Google leitarvélinni en hún er orðin ákveðin mælikvarði á vinsældir hluta.

24.04.2010   5.650.000
23.05.2010   6.970.000
30.06.2010 21.200.000
27.09.2010   1.130.000
11.12.2010   1.070.000

Eyjafjallajökull nær því rétt að merja IceSave um þessar mundir en það leiðindamál kemur 1.030.000 sinnum upp hjá Google.

Eldgosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl og þann 17. apríl lá flug niðri í Evrópu og var 17.000 ferðum aflýst. Gosinu lauk 23. maí. En jarðarbúar hafa átt eftir að vinna úr lífreynslu af gosi frá E15 og einnig hefur herferðin Inspired by Iceland vakið athygli á breðanum í júní en þá þrefaldast leitarniðurstöður. Síða leita niðurstöður um Eyjafjalla skallann jafnvægis.


Leitarorðið Ísland sýnir 52.900.000 niðurstöður og Iceland rúmlega tvöfalt meira, 110.000.000 niðurstöður.

 

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 317
  • Frá upphafi: 236817

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband