13.12.2008 | 20:32
Eiður á flottum Nou Camp árið 2011
Hann verður glæsilegur El Classico leikurinn árið 2011 þegar búið verður að endurbyggja Nou Camp. Völlurinn verður stækkaður og mun taka 106.000 manns í sæti. Auk þess verða innviðir teknir í gegn. Eiður Smári á eftir að sóma sér vel þar. Það eru hinir öflugu hönnuðir Norman Foster + félagar sem sjá um hönnunina. Ákvörðunin um þessar breytingar var tekin árið 2007 og tillögur kynntar á 50 ára afmæli vallarins. Kostnaður er áætlaður 250 milljónir Evra, nýjum gjaldmiðli Íslendinga og mun ég ekki umbreyta í krónur.
Ég var á leik Barcelona og Levante í febrúar á þessu ári og sá Eið hita upp í 25 mínútur. Ég get tekið undir það að leikvangurinn má fá upplyftingu. Þessar hugmyndir líta vel út.
Nú verður maður að setja upp Barcelona húfuna sem ber númerið 7 áður en farið verður á Players. Það þarf að bæta fyrir úrslitin í Middlesborough í dag.
Mósaíkáhrifa Gaudi gætir við hönnunina.
![]() |
Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2008 | 16:04
Nú-Nú
Ég rakst fyrir tilviljun á bókina Nú-Nú á bókasafni Kópavogs. Ég ákvað að leigja mér eintak og sé ekki eftir því. Þetta er bók sem maður á að eiga uppi í bókahillu hjá sér.
Nú-Nú, bókin sem aldrei var skrifuð. Minningar Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suðursveit.
Hér er íslenzk frásagnarkúnst eins og hún gerist bezt á síðustu öld. Sagnir af hreinu og sönnu mannlífi sunnan jökla. Steinþór er afi Þórbergs Torfasonar, bloggvinar míns.
Margt fólk kemur við sögu og tengjast flestir Breiðabólstaðarbæjunum. Ég fann tvær stuttar frásagnir af langafa mínum, Sigurði Sigurðarsyni, snikkara, frá Holtaseli á Mýrum. Það leiddi síðan til þeirrar ánægju að rekja ættir í Íslendingabók.
Bókin Nú-Nú var gefin út árið 1970 og prentuð nákvæmlega orðrétt eftir segulböndum sem frásögn Steinþórs var útvarpað af veturinn 1969 til 1970. Ekkert er fiktað við málfræðina og koma sum orð einkennilega fyrir. T.d. "vængjonum" og "bastofunni".
Enda þetta blogg með því að segja frá því hvað Steinþór gerði við peninginn rúmar 30 krónur, sem hann vann sér inn í vegavinnu er hann var 16 ára. En hann keypti snemmbæra kú á Hala, sem kostaði 70 krónur.
"Og líklega hefur nú faðir minn fengið hana heldur ódýrari en það, að hann borgaði hana í harðri mynt svona upp undir það að hálfu leyti. Hún var keypt af Þorsteini Jónssyni [1857 - 1938] á Kálfafelli".
Þorsteinn var bróðir langa-langömmu minnar. Svo heldur hann áfram:
"Þorsteinn var einn af þessum ágætu mönnum, sanngjörnu mönnum, sem sáu alltaf hag hinna, sem að erfiðara voru settir, og reyndi eftir því sem hann gat að hlynna að þeim. Ef að samskot voru í Suðursveit, þá var alltaf víst, að Þorsteinn var hæstur. Ef einhver bað um að lána sér, þá var það sjálfsagt, ekkert að tala um veð, ekkert að tala um vexti, bara að hjálpa og lána."
Það er gleðilegt að lesa þetta. Maður er ekki kominn af okurlánurum, lifandi á tímum hæstu vaxta í heimi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 17:22
Pólitískur áttaviti
Nelson Mandela og Gandhi hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir nokkru fékk ég sendan tengil þar sem hægt væri að taka próf í því hvar maður væri staddur í pólitík. Ég tók prófið, á politicalcompass.org/test. Niðurstaðan var sú að ég lenti stutt frá Gandhi.
8.12.2008 | 22:32
Emmanuel Eboue
Hinn 25 ára Fílabeinsstrendingur, Emmanuel Ebue kom til Arsenal frá belgíska félaginu Beveren í janúarglugganum í janúar 2005. Hann fór strax í byrjunarliðið í bikarleik gegn Stoke City. Þar var hann í hægri bakvarðarstöðu og stóð sig vel. Kamerúninn Lauren hafði varið hægri vænginn en var farinn að lýjast og leysti Eboue varnarhlutverkið vel. Þegar hinn öflugi Bacary Sagna kom til Arsenal á síðasta tímabili var Eboue, leikmaðurinn sem ber númerið 27 á keppnistreyjunni, færður fram á völlinn. Hann átti að fylla skarð Freddie Ljungberg.
Ekki eru allir sáttir við Fílabeinstrendinginn um þessar mundir. Sumum finnst hann of slakur leikmaður til að spila í Arsenalbúningi. Þegar hann er á miðjunni skilar hann góðri varnarvinnu og á oft góða spretti. Það sem hins vegar skilur hann frá Ljugberg er að ógnunin er engin í markaskorun. Í 122 leikjum hafa aðeins þrjú mörk litið dagsins ljós. Einnig hefur Manu verið harðlega gagnrýndur fyrir að detta fyrir litlar sakir.
Manu spilaði úrslitaleik Meistardeildarinnar á móti Barcelona í maí 2006 og einnig sýndi hann það hversu mikið í hann er spunnið í heimaleik á móti þáverandi Evrópumeisturum AC Milan í byrjun árs. Manu var úti um allt á hægri kantinum, bæði í sókn og vörn. Ítalarnir féllu.
Í síðasta leik á móti Wigan á Emirates kom Eboue inn á eftir hálftíma leik og var settur út á vinstri kant. Þar fann hann fann sig ekki vel og var skipt útaf er fjórar mínútur lifðu leiks. Þá baulaði Emirates. Það var ódrengilegt. Þetta hefði ekki gerst á Highbury segja harðir Arsenalmenn. Þar voru 38.000 gallharðir stuðningsmenn sem stóðu með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt. Nú eru 20.000 nýir óþroskaðir stuðningsmenn, aldir upp við verðbréfabrask og þekkja ekki gömlu góðu gildin.
Besta ráðið er að láta Eboue hefja mikilvægan Evrópuleik á móti Porto og hefja þar með endurfæðingu hans í hið unga lið Arsenal.
![]() |
Wenger treystir á Eboue gegn Porto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 10:45
14 tindar yfir 8000 metrar
Það var gaman að fylgjast með ÚtSvari um helgina. Mikið stóðu Fljótsdalshérað sig vel gegn skemmtilegum tónlistarmönnum frá Norðurþing. Úrslitin eins og í góðum körfuboltaleik, 114 gegn 83 fyrir Héraðsbúa. Góð skemmtun og ekki að furða að áhorf sé mikið skv. mælingum Capacent.
Ein mjög skemmtileg spurning kom upp í valflokkunum í liðnum há fjöll. Þar var spurt um hversu mörg fjöll væru yfir 8.000 metra hæð á Himalaya eða Karakoram svæðiu í Asíu. Skáldið, bridsspilarinn og bóndinn Þorsteinn Bergsson skoraði 5 stig fyrir Fljótsdalshérað með því að svara rétt: 14.
Það er búið að ganga á alla þessa fjórtán tinda. Því takmarki náði fyrstur Þjóðverjinn, Reinold Messner á árunum 1970 til 1986.
Everest 8848 m Nepal/China
K2 8611 m Pakistan/China
Kanchenjunga 8586 m Nepal/India
Lhotse 8516 m Nepal/China
Makalu 8463 m Nepal/China
Cho Oyu 8201 m Nepal/China
Dhaulagiri 8167 m Nepal
Manaslu 8163 m Nepal
Nanga Parbat 8125 m Pakistan
Annapurna 8091 m Nepal
Gasherbrum I 8068 m Pakistan/China
Broad Peak 8047 m Pakistan/China
Gasherbrum II 8035 m Pakistan/China
Shishapangma 8027 m China
Átta hæstu fjöllin eru í Himalaya en það níunda, Nanga Parbat (nakta fjallið) er í Pakistan. Það var fyrsta fjallið í glæsilegri hjáfjallaröð Messener.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 19:42
Þjóðfundur á Arnarhóli
Ég átti leið um Arnarhól rétt fyrir kl. 15 í dag. Þangað lá leið margra á þjóðfund en yfir þúsund Íslendingar minntust Fullveldisdagsins fyrir 90 árum. Kröfðust fundarmenn breytinga í ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Það var kalt í veðri. Ég var á hraðferð og stoppaði ekki lengi á hólnum. Ekki varð ég var við Vargastefnu við Stjórnarráðið en margar löggur voru á ferli. Það lá eitthvað í loftinu. Þegar Þjóðfundinum var lokið, tóku um 100 manns strikið niður í Seðlabanka og föluðust eftir upplýsingum um hvar Davíð keypti ölið. Ekki fengust neinar upplýsingar þar um mjöðinn. Urðu sumir mótmælendur snakillir er þeir fengu ekki svör og máluðu bankann rauðann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 236883
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar