12.11.2007 | 23:35
Með Leifi Erni á Cho Oyu
Við Særún fórum í ferðalag með Leifi Erni Svavarssyni á Cho Oyu (8201 m) í kvöld. Hann var vel setinn Salurinn er stuttklipptur Leifur sagði frá ferð sinni í máli og myndum á sjötta hæsta fjall jarðar. Leifur er fjallsækinn og vann það afrek aðfaranótt 2. október sl. að standa á hátindi fjallsins. Hann sagði skemmtilega frá baráttu við hæðarveiki, hugrökku leiðangursfólki, lífinu í Tíbet og útsýni fá toppi fjallsins. Leifur var í átta manna leiðangri og skipulagði Adventure Consultants ferðaskrifstofan ævintýrið. Í hópnum voru ýmsir kynlegir kvistir, m.a. einfættur maður, mæðgur og milljónamæringar.
Cho Oyu er í Himalaya fjallgarðinum og er aðeins 20 km vestan við Mt. Everest, við landamæri Kína (Tíbet) og Nepal. Cho Oyu þýðir "Turquoise Goddness" eða Himinblár Guð.
Mér finnst ávallt gaman á fjallasýningum og heyra fjallsögur. Leifur var fjallhress og hreif salinn með sér. Mig langar alltaf í svona ferð. Hins vegar er þetta mikil þolraun og þegar hann sagði frá því að hann hefði misst sjón á öðru auganu á toppnum og hún dottið inn í sjöþúsund metra hæð þá komst maður niður á jörðina. Þessi hávöxnu Himalayafjöll eru of stór fyrir mig.

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 21:43
Jón Óskarsson (1939-2007)
Í dag var borinn til grafar í Keflavíkurkirkju góður félagi frá togarárum af Þórhalli Dan, Jón Óskarsson. Jón var mikið ljúfmenni og geðgóður. Ávallt stutt í brosið og kíminn hláturinn. Það er frábær eiginleiki hjá togarasjómanni. Það skapaðast því ávallt góður andi á vaktinni með honum. Á frívöktum var stundum tekið í rúbertubrids, hann hafði skemmtilega spilatakta. Þegar ég fregnaði af andláti Jóns í vikunni leitaði hugurinn aftur í tímann á sjóinn. Fór ég í myndasafn mitt og fann mynd af kappanum við að taka inn bakstroffuna sem tengir saman hlera og troll á skuttogaranum Þórhalli fyrir rúmum 20 árum. Það er akkúrat sú mynd sem geymd var í huga mér. Náttúrubarnið Jón í brúnu úlpunni.
Blessuð sé minning Jóns Óskarssonar.
Jón að taka inn stjórnborðs bakstroffuna á Þórhalli Daníelssyni, SF-71.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.11.2007 kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 21:23
Sindri - Grótta 66-48
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 22:32
Flottir suðrænir hausttónleikar hjá Skólahljómsveit Kópavogs
Við Særún vorum að koma af mjög vel heppnuðum suðrænum hausttónleikum hjá Skólahljómsveit Kópavogs.
Tónleikarnir voru haldnir í Fjölbrautarskólanum Flensborg í Hafnarfirði. Eftir smá leit í Firðinum fannst samkomustaðinn og var vel mætt í hátíðarsalinn. Flutt var skemmtilega tónlist af ýmsum toga, latin-dansar frá Suður-Ameríku, nautabanatónlist frá Spáni, hátíðarlög frá Afríku og einnig íslenska tónlist í tangóbúningi.
Fyrst steig A-sveitin á stokk og flutti fjögur lög og eftir verðskuldað uppklapp fluttu þau La bamba fyrir okkur. Særún stefnir að því að komast í A-sveitina í haust en hún spilar á altósaxófón.
B-sveitin lék einnig fjögur fjörug lög í grænu búningunum sínum og kom lagið Brazil feikna vel út hjá þeim. Nýr stjórnandi sveitarinnar er Helga Björg Arnardóttir. Eftir tvö ár í A-sveit komast nemendur í B-sveit. Síðan liggu leiðin í C-sveit.
C-sveitin var þétt og flutti sjö flott lög. Tekin voru sóló og trommur komu meira inn í lögin. Það var mikil spilagleði hjá krökkunum. Sveitin var vel klædd, í svörtum fötum með rauð bindi eða rós. Þetta var flott kvöldstund. Össur Geirsson og kennarar eru að gera góða hluti í Kópavogi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 10:34
Smjörklípuaðferðin
Var Webb hliðhollur Arsenal?
Ekki sáum við Arsenal menn það á Players. Webb skemmdi leikinn með sífelldu flauti og braut niður flæðið í leiknum. Það hefðu verið dæmd tvö víti á Old Trafford. Hið fyrra þegar Hleb var togaður niður af Vidic og síðara þegar Clichy sendi knöttin fyrir og hönd varnarmanns United stöðvaði sendinguna.
Ferguson hefur lært lexíu af Davíð Oddsyni, Smjörklípuaðferðina. Smjörklípuaðferðin kallaði Davíð Oddson það þegar menn reyna að draga athyglina frá erfiðum málum.
Hugmyndina fékk hann þegar frænka hans sagði honum á barnsaldri hvernig hún færi að því að sefa köttinn sinn þegar hann væri með uppivöðslu. Hún kvaðst þá hafa tekið væna smjörklípu og drepið í feld kattarins. Hann hefði þá verið upptekinn langtímum saman við að sleikja af sér ósómann. Frænkan fékk frið á meðan.
Efnislega var Davíð segja að þegar hann væri undir ágjöf frá andstæðingum þá tæki hann vænan skammt af skít og drullu og klíndi opinberlega á einhvern sem lægi vel við sendingu - og sjálfur fengi hann frið á meðan.
Semsagt, Ferguson klínir smjöri á dómarann til að verja slæm mistök sjálfs síns í innáskiptingum eða varnarmistök.
![]() |
Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2007 | 12:02
Ritskoðun á auglýsingum hjá 365 miðlum
Sýn hefur verið duglegt að auglýsa leiki helgarinnar. Markaðsherferð þeirra er að hafa eina stjörnu sem ber upp heilsíðuauglýsingu. Á eftir verður stórleikur Arsenal og Manchester United. Það hefur vakið eftirtekt að búið er að taka út auglýsinguna á búningi Fabregas hjá Arsenal.
Nú er spurningin af hverju verið sé að þessu. Flugfélagið Emirates auglýsir á búningnum miðjum. Fly Emirates
Ekki duga rökin um að auglýsingar séu bannaðar, Gerrard er með óritskoðaða auglýsingu á borða á syn.is og Ronaldo í Manchester búning með AIG merkið.
Líkleg skýring er að búið er að snúa myndinni. Merkið er komið hægra megin. Ef merkið væri þá væri það eins og á sjúkrabílunum, öfugt.
Þetta er skrumskæling og óvirðing við félagið, Arsenal. Arsenalklúbburin á Íslandi á hiklaust að kæra þennan gjörning til SAU.
Hér er svo upprunalegu og óritskoðuðu mynd af Fabregas að fagna. En hver er tilgangurinn?
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2007 | 18:43
vs. Manchester United (H)
Næsti leikur Arsenal er klassískur stórleikur en 12. umferð hefst á laugardaginn 3. nóvember og taka Barónarnir á Emirates Stadium á móti Manchester Utd. Leikurinn hefst kl. 12.45. Kíkjum á viðureignir Arsenal og Manchester Utd í deildinni eftir að meistari Wenger tók við Highbury skútunni. Arsenal hefur unnið fimm, þrjú jafntefli og þrjú töp eða 55% árangur og markatala 19 vs. 15 eða 2-1 að meðaltali. Henry á góðan þriðjung marka Arsenal gegn United sjö af nítján.
19/02/1997 Arsenal 1 - 2 Manchester Utd (Bergkamp 69)
09/11/1997 Arsenal 3 - 2 Manchester Utd (Anelka 9, Vieira 26 Platt 83)
20/09/1998 Arsenal 3 - 0 Manchester Utd (Adams 14, Anelka 44, Ljungberg 84)
22/08/1999 Arsenal 1 - 2 Manchester Utd (Ljungberg 41)
01/10/2000 Arsenal 1 - 0 Manchester Utd (Henry 30)
25/11/2001 Arsenal 3 - 1 Manchester Utd (Ljungberg 48, Henry 80, 85)
16/04/2003 Arsenal 2 - 2 Manchester Utd (Henry 51, 63)
28/03/2004 Arsenal 1 - 1 Manchester Utd (Henry 50)
01/02/2005 Arsenal 2 - 4 Manchester Utd (Vieira 8, Bergkamp 36)
03/01/2006 Arsenal 0 - 0 Manchester Utd
21/01/2007 Arsenal 2 - 1 Manchester Utd (vPersie 83, Henry 90)
Leiklýsing
Fyrsti leikurinn á Emirates við Manchester United var magnaður. Bananaleysi hrjáði gestina og voru þeir orðnir orkulitir í lok leiks. Van Persie braut bein í rist er hann jafnaði leika. Mark Henry var stórmagnað og hans næst síðasta fyrir liðið.
Leikirnir 2006 og 2007 eru ekki minnisstæðir.
2004 - Henry kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með þrumuskoti af tæplega 30 metra færi. Glæsilegt mark hjá kappanum. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom jöfnunarmarkið. Ole Gunnar Solskjær sendi þá boltann fyrir markið, Nistelrooy rétt missti af honum við stöngina nær en Saha var við stöngina fjær og skoraði af öryggi af stuttu færi.
Þar með setti Arsenal met, hefur leikið þrjátíu leiki í röð án taps í deildinni frá upphafi tímabilsins.
"Ég efaðist um staðsetningu markvarðar míns, en þegar ég skoðaði markið aftur sá ég hversu mikill snúningur var á boltanum og þetta var óverjandi," sagði Ferguson.
Giggs náði að jafna (2-2) með skalla árið 2003 mínútu eftir að Henry hafði komið okkur í 2-1. Úrslitin hefðu orðið önnur í deildinni ef....
Allir muna eftir framlagi Barthes árið 2001 en þá lagði hann upp bæði mörk Henry.
Henry átti frábæra aukaspyrnu í 1-0 sigrinum árið 2000.
Keane vann sér inn fína launahækkun árið 1999 en þá skoraði hann tvö mörk með stuttu millibili. Hann var í miklu samningsþjarki á þessum tímapunkti og stjórn MU gekk að öllum hans kröfum eftir þessi tvö mörk!
3-0 sigurinn eftir tvennuna 1997/98 var sætur og Ljungberg skoraði gott debut mark.
Platt skoraði mjög mikilvægt skallamark í 3-2 sigrinum tvennutímabilið 1997/98
Spáin
Spáin er 1-0 sigur, nú má engin grið gefa og mark í lokin. Fabregas ætti að skora markið, búinn að skora tíu mörk á tímabilinu. Man Yoo hefur fengið fá mörk á sig undanfarið.
Byrjunarlið
Líklegt byrjunarlið á laugardaginn
Almunia
Sagna Toure Gallas Clichy
Eboue Fabregas Flamini Hleb
Adebayor Walcott
Staðan
1. Arsenal 10 22-7 26
2. ManYoo 11 19-4 26
Formið
Síðustu 6 leikir liðanna, nýjasti leikur kemur fyrst. Sigur (W), jafntefli (D) og tap (L)
Arsenal: DWWWWW = 17 stig (94%)
ManYoo.: WWWWWW = 18 stig (100%)
Bæði lið með sjálfstraustið í botni.
![]() |
Mikil spenna fyrir leik Arsenal og Man.Utd. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 430
- Frá upphafi: 235393
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 355
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar