23.9.2024 | 10:37
Lífskraftur í hjarnskaflinum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2024 | 15:22
Seigla í hjarnskaflanum í Esjunni
Vísindi og fræði | Breytt 23.9.2024 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2024 | 11:38
Hjarnskaflinn lifir
Hjarnskaflinn í Esjunni heldur áfram að hrella Morgunblaðið. Hann lifir enda búið að vera slæmt sumar, kalt og úrkomusamt, en í frétt í Morgunblaðinu 21. ágúst kom frétt um að Esjan væri orðin snjólaus.
Í gær var farin könnunarferð og hefur hann mikið látið á sjá. En það er mikil seigla í fönninni, Morgunblaðinu til ama.
Sumir áhugamenn um jökla gefa honum viku, aðrir aðeins lengur en samkvæmt veðurspánni þá er bjart framundan en kalt. Skaflinn hefur búið um sig í skuggsælu gili en hádegissólin nær honum. En það er ljóst að þetta verður ekki eilífðarskafl.
Staðan á skaflinum í gær, 7. september. Skaflinn er í 700 metra hæð.
Hjarnskaflinn seigi hefur látið á sjá. Frekar ræfilslegur en virkar stærri lengra frá séð.
Vísindi og fræði | Breytt 15.9.2024 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2024 | 15:35
Hjarnskaflinn í Esjunni
Vísindi og fræði | Breytt 8.9.2024 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2024 | 21:47
Sandeyjargöng í Færeyjum - Með lengstu neðansjávargöngum í heimi
Ef það er eitthvað sem Færeyingar eiga mikið af, þá eru það jarðgöng.
Jarðgöng í Færeyjum eru eins og æðar sem tengja hjarta eyjanna saman, hvort sem þau skera sig í gegnum fjallasali eða teygja sig undir djúpan sjó. Þessi göng, bæði í fjöllum og neðansjávar, skapa ósýnilega tengingu milli staða sem áður voru aðeins aðgengilegir með ferjum. Þar mætast fortíð og nútíð, þar sem samgöngur breyta einangrun í tengsl og sameina samfélög með öruggum leiðum í gegnum grjót.
Þann 21. desember sl. voru ný 11 km neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar vígð og einangrun eyjunnar rofin.
Sandeyjargöngin eru fjármögnuð með blöndu af opinberu fjármagni og veggjöldum og kostuðu um 15 milljarða. Norska byggingarfyrirtækið NCC sá um byggingu gangnanna en fyrirtækið er eitt af stærstu byggingarfyrirtækjum Noregs og hefur mikla reynslu í jarðgangagerð, bæði í Noregi og á alþjóðavísu og hefur aðstoðað Færeyinga við að innleiða háþróaða tækni og þekkingu í þessum verkefnum.
Stefnan er að halda áfram með jarðgöng til Suðureyjar frá Sandey, 23 km að lengd með viðkomu í Skúfey.
Getum við Íslendingar lært eitthvað af Færeyingum í jarðgangnamálum?
Því var tilvalið að heimsækja Sandey, sem er ein af 18 eyjum Færeyja með 1.300 íbúa og sú fimmta stærsta í eyjaklasanum. Villiendur leigðu sér litla rútu og innfæddan leiðsögumann frá Heimdal Tours sem sagði okkur allt sem hann vissi um föðurland sitt.
Það var spennandi að fara niður í björt Sandeyjargöng með listaverk, óður til Víkinga á veggjum en það var mikill raki í rútunni þegar við komum upp úr 155 metra djúpu göngunum. Ein ferð fyrir fólksbíl kostar 175 DKK eða 3.500 krónur.
Eyjan er flöt og hentar því vel til landbúnaðar enda góð gras og kartöfluspretta í frjósömum jarðvegssandinum. Hugmyndir hafa verið um að gera nýjan alþjóðlegan flugvöll á eyjunni. Einnig er útgerð, vaxandi ferðaþjónusta og fjölskrúðugt fuglalíf.
Fornleifagröftur sýnir að byggð hófst 300 til 400 eftir Krist. Víkingar voru því ekki fyrstir og sagan segir að þegar þeir komu sem var á svipuðum tíma og Ísland var numið, þá hafi verið kindur frjálsar í fjöllum og nafnið, Fjáreyjar eða Færeyjar dregið af því.
Við keyrðum um flata eyjuna með sendnum ströndum og heimsóttum lítil þorp: Sandur, Húsavík, Skálavík, Dalur og Sköpun. Það voru fáir á ferli og lítið líf enda Ólafsvaka haldin daginn áður og allir í Þórshöfn.
Ný hús voru að spretta upp og byggðin að eflast og má eflaust skrifa það á nýju göngin en margir íbúar vinna í Þórshöfn. En í sumum eyjum vilja íbúar lifa í gamla tímanum og ekkert spenntir fyrir jarðgöngum.
Gönguhópurinn gekk í gengum þorpið Skálavík og heyrði um helstu hetjur bæjarins en eitt vakti sérstaka undrun hjá okkur en það var lamadýr á beit. Það mun hafa komið í frá Danmörku. Það komu fleiri dýr í sendingunni en þetta er eina sem er eftir. Þeir eru ekki eins harðir í sóttvörnum Færeyingar.
Nesti var boðað í litla þorpinu Dalur sem er sjarmerandi og telur 33 íbúa en þangað lá einbreiður vegur með útskotum í hamrahlíð. Þar var verið að byggja 2,2 km jarðgöng, Dalsgöng, sem eiga að klárast í ár. En ein skýring á þessum framkvæmdum er að frá Dal verði farið í neðansjávargöngum til Suðureyjar.
Í Sköpun, þorpinu með áhugaverða nafnið er blár póstkassi, sá stærsti í heimi en skapandi íbúar sáu tækifæri á að koma sér í Heimsmetabók Guiness.
Skóli og knattspyrnuvöllur er miðsvæðis og heitir knattspyrnufélag eyjarinnar B71 Sandoy og spilar í B-deild.
Að lokum endaði gönguhópurinn Villiendurnar á því að ganga frá Gróthúsvatni vestur í Saltvíkur en þetta var besti göngustígur sem ég hef gengið á.
Í Saltvík er minnisvaði um gufuskipið S/S Principia kom frá Skotlandi 1895 og beið örlaga sinna í stormi á grýttri Saltvíkurströndinni. Einn skipverji lifði af en 28 lentu í greipum Ægis.
Áhugavert að sjá hvar úrgangi var sturtað beint í sjóinn en það er bannað í dag. Færeyingum hefur farið fram og slagarinn, lengi tekur sjórinn við á ekki lengur við.
Víkin við Gróthúsvatn. Þarna sér í Skúvoy, Stóra- og Litla Dímon og Suðurey syðst.
Dagsetning: 31. júlí 2024
Göngutími: 1 klukkustund
Vegalengd: 4,3 km
Göngubyrjun: Við Grjóthúsvatn
Erfiðleikastig: 1 skór
Veður: Hálfskýjað, 13 stiga hiti og 10 m/s vindur frá SA.
Þátttakendur: Villiendur, 12 göngumenn og farastjóri
Gönguleiðalýsing: Létt ganga á jafnsléttu frá Grjóthúsvatni til Saltvíkur á bundnu slitlagi
10.8.2024 | 22:22
Klakkur (413 m.) í Færeyjum
Dagsetning: 4. ágúst 2024
Klakkur: 413 m
Göngubyrjun: Við bílastæði á Ástarbrautinni
Erfiðleikastig: 2 skór
Veður: Skýjað og úrkoma í grennd, 12 stiga hiti og 8 m/s vindur frá vestri. Raki 95%.
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg ganga á stórbrotið útsýnisfjall en þoka byrgði sýn. Fyrst gengið eftir vegarslóða og síðan gróið land, fyrst með stíg en siðan slóð að toppi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2024 | 10:12
Bensínkvíði
Er staddur í Færeyjum í sumarfríi og markmiðið er að ganga á sem flest fjöll í ægifagri náttúru 18 eyja er mynda Færeyjar.
Til að komast á milli fjallstinda, en 340 fjöll eru hærri en 100 metrar að hæð, þá var leigður bíll. Leitin beindist að vistvænum bíl en það fannst enginn. Þeir geta gert betur Færeyingarnir í sjálfbærni.
Því varð jarðefnabíll fyrir valinu og þá helltist yfir mann jarðefnakvíði. Að þurfa að fylla á tankinn en því fylgir ekki góð tilfinning í hamfaraástandi.
Einnig spurning um hvort bíllinn gengi fyrir bensíni eða dísel en það var sem betur fer vel merkt þegar lokið var opnað. Bensín stóð þar á grænum miða.
Bensínkvíði og loftslagsógn eru tvær hliðar á sama peningi, þar sem báðar tilfinningar stafa af þörfinni fyrir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Í gær rann svo upp dæludagurinn og var það mikil áskorun að dæla á leigubílinn, 95 oktana E10 bensíni, því ekki var boðið upp á þjónustu á bensínstöðinni. Það tókst að dæla á bílinn en leiðbeiningar voru góðar.
Þegar heimabankinn var skoðaður í morgun, þá helltist aftur yfir mig bensínkvíði. Upphæðin var tvöföld. Þetta er grimmur jarðefnaheimur sem við lifum í.
Hér er gengið niður í Hvannhaga á Suðurey. Litli Dímon blasir við í allri sinni dýrð.
20.7.2024 | 17:17
Gaia - blái hnötturinn
Áhrifamikla listaverkið Gaia, eftir breska listamanninn Luke Jerram, nýtur sín vel í fræga gamla og glæsilega bókasafninu Trinity College í Dublin. Hugmyndin er sótt til myndar sem geimfarar NASA tóku af jörðinni frá tunglinu. Hér snýst hitnandi jörðin með sína viðkvæmu náttúru og svífur í myrkri geimsins. Þessi einstaka sýn minnir okkur á hversu brothætt og dýrmæt plánetan okkar er, og kallar á okkur að vernda hana af alúð.
Þegar myndin var tekin var CO2 í andrúmslofti 324 ppm en í dag 425 ppm og hiti kominn vel yfir 1,5 gráðu markið.
Hvað getur þú gert til að laga ástandið?
#EarthWork
15.12.2023 | 08:55
Losunarsvið 3
COP 28 ráðstefnan í Dubai lauk í vikunni, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja en áður hefur verið fjallað um losun og hagnað í byrjun ráðstefnu.
Losunarsvið 3 (e. scope3) sýnir losun í virðiskeðju fyrirtækja. Bæði ílag og frálag. Losunarmælingar í virðiskeðjunni eru nauðsynlegar til að fyrirtæki skilji rekstur sinn og ábyrgð og lykilatriði til að ná kolefnishlutleysi (Net Zero emissions).
Í GHG staðlinum eru skilgreindir upp 15 losunarþættir. Þeir hafa verið valkvæðir en mun verða skylda á komandi árum með auknum kröfum alþjóðasamfélagsins. En ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna er mikil og þau verða að axla hana með því að kortleggja losunarsvið 3 vandlega.
Í rannsókn sem gerð á sjálfbærniskýrslum 3.200 fyrirtækja sem eru í MSCI World vísitölunni þá var niðurstaðan: 88% losunar er í losunarsviði 3. GHG Protocol hefur gefið út að 79% af losun sé í umfangi 3 og Carbon Trust research áætlar að losunin sé 65-95% í umfangi 3.
Mikilvægi losunarsviðs 3 felst í því að þar er stærsti hluti í heildar kolefnisfótspori fyrirtækis. Þó að losun sé mismunandi eftir atvinnugreinum. Með því að kortleggja losunarsvið 3 geta fyrirtæki haft yfirgripsmeiri og heildstæðari nálgun til að draga úr heildar umhverfisáhrifum sínum. Helstu kostir aðrir en að ná markmiði um kolefnishlutleysi eru: Alhliða áhrif, draga úr áhættu, þátttaka hagsmunaaðila og nýsköpunartækifæri.
Skoðum stöðuna í losunarsviðum hjá íslenskum fyrirtækjum sem losa meira en 20 þúsund tonn CO2.
Rauður litur í losunarsviðum segir að losunarbókhald er óviðunandi. Grænt þýðir að losunartala er rétt. Gulur litur er nálægt markmiði. Blár litur hjá Samherja er áætlun en fyrirtækið hefur ekki birt loftslagsbókhald sitt opinberlega.
Niðurstaðan er að aðeins rúm 100 þúsund tonn CO2 eða 2% losunar er í losunarsviði 3, virðiskeðjunni og það er mjög slök útkoma. Þegar öll fyrirtæki á Íslandi eru skoðuð, þá hækkar talan í 9%. Litlu fyrirtæki eru að standa sig miklu betur. Flugfélagið Play er með nokkuð gott loftslagsbókhald og eina sem uppfyllir alþjóðlega kröfur. Orkufyrirtækin geta gert betur en á góðri leið. Landsvirkjun er með vottun frá CDP en skv. gögnum frá CDP þá lítur út að eitthvað sé enn vantalið. Sjávarútvegsfyrirtækin sýna framfarir á hverju ári. Álfyrirtækin þrjú skila núll í losunarsviðið 3, það sýnir algert áhuga- og metnaðarleysi. Þó má hrósa ÍSAL fyrir að gera vel í losunarsviði 2, orkunotkun.
Hellnasker, hugveita í sjálfbærni, hefur reiknað út líklega niðurstöðu úr losunarsviðunum þrem og telur að svona eigi loftslagsbókhald fyrirtækjanna að vera.
Losun í virðiskeðjunni er áætluð tæplega 9 milljón tonn CO2 eða 66% hlutfall af losunarsviði 3. Álfyrirtækin skulda að gefa upp rúmlega 5 milljón tonn. Kísiliðjurnar tvær, Elkem og PCC Bakki Silicon skulda 2,2 milljón tonn CO2 en mest óvissa er með þessa tölu.
Það er krafa um að lönd og stórfyrirtæki fylgi markmiðum Parísarsamkomulagsins og dragi úr losun um 50% fyrir 2030. Hefðu þessi fyrirtæki kortlagt losun í losunarsviði 3, þá væru þau að vinna að því að draga úr losun um tæplega 4,5 milljón tonn en þegar ekkert er gefið upp, þá þurfa menn ekki að greiða skatt. Vissulega er megnið af losuninni erlendis en allt tengist og neikvæðu áhrifin koma niður á okkur öllum.
Eins og sjá má þá getur hlutfall losunar verið breytilegt á milli atvinnugeira. Í flugi eru 80% losunar í losunarsviði 1 en 77% í losunarsviði 3 hjá álframleiðendum.
Stóru losunarfyrirtækin á Íslandi eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð, stjórnvöld þurfa að taka frumkvæðið með réttlátum umskiptum í loftslagsmálum, setja þarf neyðarlög (herlög) og skylda fyrirtækin til að gera metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem stjórnvöld fylgja eftir.
Ljóst er að Íslendingar þurfa að taka sig verulega á ef Parísarsamkomulagið 2030 og markmiði kolefnishlutleysi 2040 á að nást.
Það er allt of ódýrt að menga!
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2023 | 09:41
Menga á daginn og grilla á kvöldin
COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hófst 30. nóvember 2023 og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfilegar afleiðingar fyrir jarðarbúa, lífríki og vistkerfi á jörðinni.
Niðurstaðan úr loftslagsbókhaldi er sorgleg. Eins sést í töflunni þá sést að fyrirtækin juku losunina um 759 þúsund tonn CO2 eða 17%. Ef flugið er aðskilið þá er aukningin 4%. Þessi 22 fyrirtæki losa 4,4 milljón tonn CO2 og ábyrg fyrir 2/3 af losun Íslands fyrir utan landnotkun. Til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar og ná markmiði að halda hlýnun jarðarinnar undir 1,5°C. og ná lögbundnum markmiðum Íslands 2030 þá þurfa fyrirtækin að draga losun saman um 8% árlega. Losun er losun sama úr hvaða losunarkerfi eða atvinnugeira hún kemur.
Flugfélögin þrjú juku losun um tæp 600 þúsund tonn af CO2 eða eins og 300 þúsund nýir jarðefnabílar hafi bæst í bílaflotann. Allt stefnir í að þau losi enn meira á þessu ári.
Losun frá stóriðjunni jókst vegna aukinnar framleiðslu og ljóst að hún muni verða svipuð komandi ár.
Skipafélögin tvö losuðu um 600 þúsund tonn CO2 og ánægjulegt að heyra að þau ætli að taka sig á og hagræða í flutningum vegna losunarheimilda í stað þess að biðja um undanþágu.
Orkufyrirtækin þrjú bættu öll vel við sig vegna aukinnar framleiðslu. Ljóst er að losun mun aukast frá þeim með aukinni orkuframleiðslu.
Sjávarútvegsfyrirtækin bættu öll við sig og helsta ástæðan er að notuð voru 22 þúsund tonna af olíu til að bræða uppsjávarfisk en ekki var næg raforka í landi hinnar hreinu orku fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar. Aukningin vegna bræðslunnar er eins og þrjú ár af rafbílavæðingu hafi verið þurrkuð út. Aukning hjá Síldarvinnslunni er vegna sameiningar við Vísi og 7,4 þúsund tonna af olíu til bræðslu sem losar 19 þúsund tonn CO2 eða ávinning af rafbílavæðingu í eitt ár!
Nú berast fréttir um orkuskerðingu frá Landsvirkjun og öfug orkuskipti framundan. Spurning er hvort gáfulegt sé að veiða loðnu beint til bræðslu þegar ástandið er svona.
Samherji er eina fyrirtækið á listanum sem ekki hefur gefið út sjálfbærniskýrslur og ekki viljað gefa losunartölur upp.
Gífurlegur hagnaður
Sjáið þið ekki veisluna? Hagnaður fyrirtækjanna fyrir skatta árið 2021 er gífurlegur eða 164 milljarðar. Beðið er eftir afkomutölum úr tímaritinu 300 stærstu en allt stefnir í að síðasta ár hafi gefið svipaða niðurstöðu. Þegar horft er á hlutina með augum sjálfbærni þá er mikið ójafnvægi á milli þriggja stoða, efnahags, samfélags og umhverfis en efnahagur trompar allt og fyrirtækin sýnt lítinn metnað í að bæta sig í umhverfismálum. Sorglegt að sjá að fyrirtækin fjárfesti ekki meira í grænum fjárfestingum, orkuskiptum, hringrásarhugsun, þekkingaröflun og nýsköpun í loftslagsmálum í góðærinu. Einnig hafa fyrirtækin verið dugleg að sækja um í opinberum sjóðum og keppa við fátæka námsmenn og nýsköpunarfyrirtæki. Það má því segja að fyrirtækin mengi á daginn og grilli á kvöldin!
Þegar fleiri þættir eru skoðaðir kemur í ljós að aðeins 1% af losuninni er bundið eða fangað en til að ná kolefnishlutleysi þarf losun og binding að vara jöfn. Landsvirkjun dregur hér vagninn.
Flest fyrirtækin eru með umhverfis- eða sjálfbærnistefnur og þar kemur fram að þau ætli að draga úr losun en þegar þessar rauðu tölur eru skoðaðar þá er eftirfylgni engin. Það er eins og stefnurnar séu til skrauts.
Losun í losunarsviði 3 (e. scope 3) er aðeins 2% hjá fyrirtækjunum en talið er að 88% losunar séu í virðiskeðjunni og ábyrgða fyrirtækjanna er mikil. Hellnasker hugveita hefur þegar kortlagt losun og niðurstaðan er að 9 milljón tonn af CO2 eru vantalin
Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að 90% af losun kemur frá fyrirtækjum og 10% frá heimilum. En 60% af umhverfissköttum kemur frá heimilum og restin frá fyrirtækjum. Fyrirtækin losa en almenningur borgar brúsann. Þetta eru ekki réttlát umskipti.
Þegar þessi upptalning er skoðuð þá er eins og stjórnvöld hafa slegið skjaldborg um losunarfyrirtækin.
Neyðarlög
Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
Stjórnvöld þurfa að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar:
- Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum?
- Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum?
- Eru einhverjar hindranir?
Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Greinin birtist fyrst 30. nóvember í Skoðun á visir.is
Umhverfismál | Breytt 11.12.2023 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar