9.5.2025 | 12:19
Ocean með David Attenborough
Ocean er áhrifarík og tilfinningaþrungin heimildarmynd sem markar 99 ára afmæli Davids Attenborough, þessa goðsagnakennda náttúruskoðara. Myndin leiðir áhorfendur niður í djúp hafsins, þar sem hún afhjúpar bæði fegurð og viðkvæmni lífríkisins en einnig skelfilegan raunveruleika. Sérstaklega áhrifamiklar eru dramatískar upptökur af togveiðum innan um mörgæsir á borgarísjaka við Suðurskautslandið, þar sem áhorfandinn stendur augliti til auglitis við mannleg áhrif á eitt síðasta villta hafsvæði jarðar.
Loksins hafa vísindamenn opnað augun fyrir skaðanum sem botnvarpa veldur, og nauðsynlegt er að rannsaka betur losun frá þessu veiðarfæri. En það kom mér f.v. togarajaxli ekki á óvart. Fyrir tæpum 17 árum skrifaði ég grein um veiðiaðferðir, og mér sýnist lítið hafa breyst síðan þó möguleikarnir til umbóta séu miklir.
En þetta er ekki bara harmasaga. Í gegnum rödd Attenboroughs glóir vonin. Myndin sýnir hvernig vistkerfi hafsins getur tekið ótrúlega hratt við sér þegar það fær frið friðun skilar raunverulegum árangri. Það skapar von í lofti fyrir næstu skref í verndun hafsins.
Í júní stendur til að leiðtogar heimsins komi saman til að ræða svokallaða 30x30 reglu að friða 30% hafsins fyrir árið 2030. Þetta væri risastórt skref, sérstaklega í ljósi þess að einungis 23% hafsins eru vernduð í dag. Myndin minnir okkur á að þetta er tímapunktur sem skiptir máli. Hún er ákall um aðgerðir ekki seinna en núna.
Þetta er kvikmynd sem skilur eftir sig djúp áhrif og hvetur til ábyrgðar. Hún er bæði vísindalega sterk, sjónrænt mögnuð og siðferðilega ögrandi. Skylduáhorf fyrir alla sem vilja skilja mikilvægi hafsins og framtíð þess.
26.4.2025 | 11:19
Frans páfi og Santa Maria Maggiore kirkjan

Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2025 | 12:23
Allsvenskan: Elfsborg - Sirius 4 : 3
Boras Arena, fimmta umferð Allsvenskan kvöldleikur, ljósin kveikt, hjörtun slá.
Gulsvart vs. Blåsvart
Gul- og svartklæddu leikmenn heimamanna Elfsborgar stigu inn á grasið undir dynjandi lófataki þúsund stuðningsmanna. Stemningin rafmögnuð, fánahafið dansaði í takt við spennuna sem lá í loftinu. Á móti þeim mættu blá- og svartklæddir og vel spilandi leikmenn IK Síríus lið sem á rætur sínar í viskubænum Uppsala. Þegar stjórnendur og fræðimenn þar kusu nafn á sameinað lið borgarinnar, litu þeir til himins og fundu innblástur í stjörnunni Síríus björtustu stjörnunni á næturhimninum.
Elfsborgarliðið spilar með hápressu, hleypur hratt fram og nýtir beittar skyndisóknir. Þjálfarinn, Oscar Hiljemark, hefur augljósa aðdáun á ítalskri taktík sterkt varnarkerfi og klókur fótbolti. Síríus menn svara með leikni, aga og fallegu spilamynstri þó skortur á mörkum haldi þeim í skugganum. Íþróttin snýst jú um að skora. En þetta átti eftir að breytast.
Markvörðurinn Isak Peterson hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og tréverkið ber þess merki skotin af andstæðingum hafa dunið í stöng og slá en farið ekki inn. Elfsborg hefur unnið síðustu leiki með heppnina sér við hlið en hversu lengi dugar það?
Í leikmannahópi Elfsborgar eru tveir íslenskir Víkingar: Ari og Júlíus Magnússon báðir komnir frá hamingjunni í Víkinni yfir í virkið í Boras. Þeir bera kraftinn úr norðri í miðjuna og gætu ráðið úrslitum.
Síríus mæta með minni hóp, en mikla drauma og stuðningsmenn liðsins eru engu síðri, öflugir 33 háskólamenntaðir, hugmyndaríkir og skapa einstaka stemningu á útivöllum með gáfuðum söngvum og húmor.
Elfsborg vann bráðfjörugan markaleik Ari Sigurpálsson skoraði glæsimark
Leikvangurinn Boras Arena er tvítugur og einn fyrsti gervigrasvöllur Svíþjóðar.
IF Elfsborg hefur mætt IK Sirius ellefu sinnum á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni (Allsvenskan). Af þessum leikjum hefur Elfsborg unnið fjóra, gert fimm jafntefli og tapað tveimur, með markatöluna 1711 í hag.
Leikurinn fór af krafti af stað hjá Elfsborg. Strax á 11. mínútu skoraði knái kantmaðurinn Ari Sigurpálsson HK-ingur og fyrrum Víkingur glæsilegt mark. Hann læddist framhjá varnarmanni Sirius inn í teiginn og stýrði boltanum snyrtilega í hornið, óverjandi fyrir Ismael, markvörð gestanna frá Malí.
Vi ölskar IF Elfsborg söng gulsvarti stuðningskórinn allan leikinn og veifaði gulum fánum og treflum til sönnunar.
Sirius jafnaði skömmu síðar úr umdeildri vítaspyrnu, sem Finninn Leo Walta skoraði örugglega úr. Enn og aftur verður ljóst að Allsvenskan sárvantar VAR. Elfsborg svaraði þó strax og komst aftur yfir eftir mikla orrahríð að marki. Taylor Silverholt, sem kom frá Helsingborgs IF í Superettan, skoraði með hnitmiðuðu skoti.
Staðan var vænleg fyrir Elfsborg í hálfleik, en stuðningsmenn vissu að spennan væri langt frá því að vera búin Elfsborg er ekki þekkt fyrir að halda boltanum vel. Þeir byrjuðu þó seinni hálfleikinn af krafti, en á 55. mínútu jafnaði hinn öflugi Robbie Ure fyrir Sirius með marki sem virtist vera rangstæða en rangstöðulykt lagði um völlinn. Tíu mínútum síðar kom skyndisókn frá Sirius og Leo Walta skoraði sitt annað mark, þetta löglegt og vel útfært staðan allt í einu 23.
En Elfsborg gafst ekki upp. Á 68. mínútu jafnaði Rasmus Wikström með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu stökk hæst og hamraði boltann í netið. Í lok leiks tryggði Simon Hedlund sigurinn með marki sem kveikti mikinn fögnuð á heimavelli.
Bráðfjörugur og dramatískur leikur, þar sem Elfsborg tryggði sér þrjú dýrmæt stig og situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm umferðir.
Samantekt frá leiknum á Youtube.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2025 | 18:03
Rómverjar - sjálfbærni og líffræðileg fjölbreytni
Var nýlega í Róm og varð uppnuminn af hinum fornu byggingum. Hofið Pantheon og risavaxna hringleikahúsið Colosseum eru mannvirki sem Rómverjar reistu fyrir meira en tvö þúsund árum og þau standa enn.
Í dag leka mörg ný hús á Íslandi og mygla í öðru hverju horni. Hvert fór verkvitið?
Þessi andstæða leiddi hugann að sjálfbærni Rómverja. Þarna var hugsað til langs tíma byggingar reistar til að endast og ekki verið að sóa verðmætum.
En hvað með líffræðilega fjölbreytni og virðingu fyrir lífinu hvernig stóðu grimmir Rómverjar sig þar, til dæmis í Colosseum?
Tilgangurinn með Colosseum var að skemmta almenningi. Þetta var risaleikvangur sem tók um 50.000 áhorfendur og þar fóru fram skylmingabardagar, aftökur, dýrasýningar og jafnvel sjóbardagar þegar völlurinn var fylltur af vatni.
Það er engin nákvæm tala til um hversu margir létust í Colosseum, en sagnir og rannsóknir benda til að allt að 500.000 manns hafi dáið þar á þeim tæpu 400 árum sem leikvangurinn var í notkun. Þar á meðal voru margir skylmingaþrælar, fangar og jafnvel saklausir borgarar sem voru látnir berjast til dauða.
En fjöldi dýra sem fórst er enn átakanlegri. Talið er að yfir ein milljón villtra dýra ljón, fílar, hlébarðar, nashyrningar og krókódílar hafi verið drepin í Colosseum og sambærilegum leikvöngum um Rómaveldi.
Líffræðileg fjölbreytni og sjálfbærni voru ekki hugtök sem Rómverjar höfðu í huga a.m.k. ekki á þann hátt sem við skiljum þau í dag. Náttúran var eitthvað til að nýta og sýna yfirráð yfir, ekki eitthvað til að vernda eða lifa í sátt við.
Dýrin voru flutt inn frá Afríku, Miðausturlöndum og öðrum löndum ekki sem hluti af vistkerfi, heldur sem tákn um mátt Rómar. Ljón og fílar voru settir í sviðsljósið sem merki um vald, ekki til að vekja aðdáun á fjölbreytileika lífríkisins.
Að drepa dýr í þúsundatali var ekki talið siðferðislegt vandamál. Þvert á móti það var merki um ríkidæmi og yfirburði. Hugmyndin um að náttúran hafi innbyggð gildi eða að vistkerfi geti hrunið vegna mannlegra áhrifa var ekki komin fram ekki fyrr en mörgum öldum síðar.
Rómverjar gerðu lítið úr vistkerfum og sköpuðu í sumum tilvikum staðbundin útdauða, sem átti síðan eftir að hafa áhrif langt fram eftir öldum. Það er eiginlega fornt dæmi um hvernig stórveldi getur sett álag á líffræðilega fjölbreytni án þess að átta sig á afleiðingunum.
Þannig að já Colosseum var stórbrotið tákn um veldi. En varla virðingu fyrir lífinu hvorki mannlegu né dýrslegu.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2024 | 10:37
Lífskraftur í hjarnskaflinum

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2024 | 15:22
Seigla í hjarnskaflanum í Esjunni

Vísindi og fræði | Breytt 23.9.2024 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2024 | 11:38
Hjarnskaflinn lifir
Hjarnskaflinn í Esjunni heldur áfram að hrella Morgunblaðið. Hann lifir enda búið að vera slæmt sumar, kalt og úrkomusamt, en í frétt í Morgunblaðinu 21. ágúst kom frétt um að Esjan væri orðin snjólaus.
Í gær var farin könnunarferð og hefur hann mikið látið á sjá. En það er mikil seigla í fönninni, Morgunblaðinu til ama.
Sumir áhugamenn um jökla gefa honum viku, aðrir aðeins lengur en samkvæmt veðurspánni þá er bjart framundan en kalt. Skaflinn hefur búið um sig í skuggsælu gili en hádegissólin nær honum. En það er ljóst að þetta verður ekki eilífðarskafl.
Staðan á skaflinum í gær, 7. september. Skaflinn er í 700 metra hæð.
Hjarnskaflinn seigi hefur látið á sjá. Frekar ræfilslegur en virkar stærri lengra frá séð.
Vísindi og fræði | Breytt 15.9.2024 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2024 | 15:35
Hjarnskaflinn í Esjunni

Vísindi og fræði | Breytt 8.9.2024 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2024 | 21:47
Sandeyjargöng í Færeyjum - Með lengstu neðansjávargöngum í heimi
Ef það er eitthvað sem Færeyingar eiga mikið af, þá eru það jarðgöng.
Jarðgöng í Færeyjum eru eins og æðar sem tengja hjarta eyjanna saman, hvort sem þau skera sig í gegnum fjallasali eða teygja sig undir djúpan sjó. Þessi göng, bæði í fjöllum og neðansjávar, skapa ósýnilega tengingu milli staða sem áður voru aðeins aðgengilegir með ferjum. Þar mætast fortíð og nútíð, þar sem samgöngur breyta einangrun í tengsl og sameina samfélög með öruggum leiðum í gegnum grjót.
Þann 21. desember sl. voru ný 11 km neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar vígð og einangrun eyjunnar rofin.
Sandeyjargöngin eru fjármögnuð með blöndu af opinberu fjármagni og veggjöldum og kostuðu um 15 milljarða. Norska byggingarfyrirtækið NCC sá um byggingu gangnanna en fyrirtækið er eitt af stærstu byggingarfyrirtækjum Noregs og hefur mikla reynslu í jarðgangagerð, bæði í Noregi og á alþjóðavísu og hefur aðstoðað Færeyinga við að innleiða háþróaða tækni og þekkingu í þessum verkefnum.
Stefnan er að halda áfram með jarðgöng til Suðureyjar frá Sandey, 23 km að lengd með viðkomu í Skúfey.
Getum við Íslendingar lært eitthvað af Færeyingum í jarðgangnamálum?
Því var tilvalið að heimsækja Sandey, sem er ein af 18 eyjum Færeyja með 1.300 íbúa og sú fimmta stærsta í eyjaklasanum. Villiendur leigðu sér litla rútu og innfæddan leiðsögumann frá Heimdal Tours sem sagði okkur allt sem hann vissi um föðurland sitt.
Það var spennandi að fara niður í björt Sandeyjargöng með listaverk, óður til Víkinga á veggjum en það var mikill raki í rútunni þegar við komum upp úr 155 metra djúpu göngunum. Ein ferð fyrir fólksbíl kostar 175 DKK eða 3.500 krónur.
Eyjan er flöt og hentar því vel til landbúnaðar enda góð gras og kartöfluspretta í frjósömum jarðvegssandinum. Hugmyndir hafa verið um að gera nýjan alþjóðlegan flugvöll á eyjunni. Einnig er útgerð, vaxandi ferðaþjónusta og fjölskrúðugt fuglalíf.
Fornleifagröftur sýnir að byggð hófst 300 til 400 eftir Krist. Víkingar voru því ekki fyrstir og sagan segir að þegar þeir komu sem var á svipuðum tíma og Ísland var numið, þá hafi verið kindur frjálsar í fjöllum og nafnið, Fjáreyjar eða Færeyjar dregið af því.
Við keyrðum um flata eyjuna með sendnum ströndum og heimsóttum lítil þorp: Sandur, Húsavík, Skálavík, Dalur og Sköpun. Það voru fáir á ferli og lítið líf enda Ólafsvaka haldin daginn áður og allir í Þórshöfn.
Ný hús voru að spretta upp og byggðin að eflast og má eflaust skrifa það á nýju göngin en margir íbúar vinna í Þórshöfn. En í sumum eyjum vilja íbúar lifa í gamla tímanum og ekkert spenntir fyrir jarðgöngum.
Gönguhópurinn gekk í gengum þorpið Skálavík og heyrði um helstu hetjur bæjarins en eitt vakti sérstaka undrun hjá okkur en það var lamadýr á beit. Það mun hafa komið í frá Danmörku. Það komu fleiri dýr í sendingunni en þetta er eina sem er eftir. Þeir eru ekki eins harðir í sóttvörnum Færeyingar.
Nesti var boðað í litla þorpinu Dalur sem er sjarmerandi og telur 33 íbúa en þangað lá einbreiður vegur með útskotum í hamrahlíð. Þar var verið að byggja 2,2 km jarðgöng, Dalsgöng, sem eiga að klárast í ár. En ein skýring á þessum framkvæmdum er að frá Dal verði farið í neðansjávargöngum til Suðureyjar.
Í Sköpun, þorpinu með áhugaverða nafnið er blár póstkassi, sá stærsti í heimi en skapandi íbúar sáu tækifæri á að koma sér í Heimsmetabók Guiness.
Skóli og knattspyrnuvöllur er miðsvæðis og heitir knattspyrnufélag eyjarinnar B71 Sandoy og spilar í B-deild.
Að lokum endaði gönguhópurinn Villiendurnar á því að ganga frá Gróthúsvatni vestur í Saltvíkur en þetta var besti göngustígur sem ég hef gengið á.
Í Saltvík er minnisvaði um gufuskipið S/S Principia kom frá Skotlandi 1895 og beið örlaga sinna í stormi á grýttri Saltvíkurströndinni. Einn skipverji lifði af en 28 lentu í greipum Ægis.
Áhugavert að sjá hvar úrgangi var sturtað beint í sjóinn en það er bannað í dag. Færeyingum hefur farið fram og slagarinn, lengi tekur sjórinn við á ekki lengur við.
Víkin við Gróthúsvatn. Þarna sér í Skúvoy, Stóra- og Litla Dímon og Suðurey syðst.
Dagsetning: 31. júlí 2024
Göngutími: 1 klukkustund
Vegalengd: 4,3 km
Göngubyrjun: Við Grjóthúsvatn
Erfiðleikastig: 1 skór
Veður: Hálfskýjað, 13 stiga hiti og 10 m/s vindur frá SA.
Þátttakendur: Villiendur, 12 göngumenn og farastjóri
Gönguleiðalýsing: Létt ganga á jafnsléttu frá Grjóthúsvatni til Saltvíkur á bundnu slitlagi
10.8.2024 | 22:22
Klakkur (413 m.) í Færeyjum
Dagsetning: 4. ágúst 2024
Klakkur: 413 m
Göngubyrjun: Við bílastæði á Ástarbrautinni
Erfiðleikastig: 2 skór
Veður: Skýjað og úrkoma í grennd, 12 stiga hiti og 8 m/s vindur frá vestri. Raki 95%.
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg ganga á stórbrotið útsýnisfjall en þoka byrgði sýn. Fyrst gengið eftir vegarslóða og síðan gróið land, fyrst með stíg en siðan slóð að toppi.

Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 116
- Frá upphafi: 235887
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar