30.12.2009 | 22:39
AVATAR ****
Hvar er kreppan? Ekki var hún sjáanleg í Smárabíó í gærkveldi, þriðjudagskveldi. Eintóma bið og þrengsli á þrívíddarsýningu á AVATAR. Þegar maður loks fékk sæti var það á fremsta bekk en nálægt miðju. Etv. er ásókn í kvikmyndahús eitt jákvætt birtingarform kreppunnar. Góð skemmtun fyrir lítinn pening.
Líklega hefur nálægði við sviðið skapað sérstakt samband milli áhorfanda og myndar. Stundum lá við að maður gæti gripið í hluti sem birtust svo nálægir voru þeir. Textinn var einnig á mismunandi stöðum en ef hlutur stóð fram í sal, þá var ekki hægt að líma texta yfir hann.
Epíska stórmyndin AVATAR (manngervingur), dýrasta kvikmynd sögunnar stendur undir nafni. Leikstjórinn, James Cameron er með fallegan boðskap sem á vel við í dag eftir hálf mislukkaða loftslagsráðstefnu og olíustríð í Írak. Tölvubrellurnar í þrívíddinni komu vel út, frumskógurinn sannfærandi en hreyfingar hinna 2,5 metra Navi manna oft stirðbusalegar. Vinsældir AVATAR eiga eflaust eftir að hjálpa til við framleiðslu á fleiri þrívíddarmyndum og þróun þrívíddarsjónvörpum.
Snúum okkur að efni myndarinnar. Avatar er vísindaskáldsaga og gerist árið 2154. Í stuttu máli fjallar hún um lamaðan landgönguliði í bandaríska flotanum að nafni Jake Sully (Sam Worthington) sem býður sig fram til þess að lifa sem manngervingur á plánetunni Pandóru og njósna um innfædda íbúa, Navi fólkið, fyrir herinn og ónefnt stórfyrirtæki sem leitar sérstakrar steintegundar. Hefst þá mikil þroskasaga. Sully verður ástfanginn af Neytiri, fallegri Navi prinsessu og lærimeistara sínum. Fyrr en varir verður hann flæktur í átök milli hersins og ættbálks hennar en hamingjusamt kattarfólkið eða indíánarnir vilja ekki flytja sig brott.
Hefst mikil orrusta milli Neo-Con manna og frumbyggja og minnir á uppgjörið í Hringadróttinssögu. Mörg önnur atriði finnst mér ég hafa séð áður. T.d. tölvutækni í Minority report og sögusvið Dances with Wolves.
Myndin endar illa fyrir hluthafa stórfyrirtækisins, eflaust verið send afkomuviðvörun fyrir ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins en fyrir alla aðra er endirinn góður, spennandi en fyrirsjáanlegur.
"Orkan er fengin að láni og henni verður að skila aftur" er boðskapur myndarinnar.
Nú þarf maður að fara á 2D myndina þegar hægjast fer um og bera saman brellurnar í útgáfunum, þetta er flott peningasvikamylla í Hollywood!
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.