Fótboltamyndir Match Attax Extra

Wenger-Manager

Match Attax Extra fótboltapakkar með myndum af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni voru gríðarlega vinsælar á síðasta ári. Í hverjum pakka eru 6 liðsmenn og þeim gefin einkun eftir hæfileikum og stöu á velli. 

Markaðsmennirnir hafa nú fundið leið til að hagnast. Þeir hafa breytt lit á spjöldunum og sett inn stjóra liðanna.  Ari minn er kominn með nokkuð þykkan myndabunka og duglegur að bítta. Hins vegar finnst mér hann frekar linur í samningum.

Í síðustu viku gerði hann þó feikna góð kaup. Einn félagi hans átti mynd af Arsene Wenger upp á fimm stjörnur. Hann skipti á honum og Paul Hart, stjóra Portsmouth. Nokkrum dögum síðar var hann rekinn. Það fannst mér snilldar kaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 238381

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband