Stuttur líftími fartölva - Þriðjungur ónothæfur eftir þrjú ár.

Þriðja hver fartölva ónýt innan þriggja ára. Svo hljóða niðurstöður sem ábyrgðarfyrirtækið SquareTrade kynnti í vikunni.

Þetta eru mikil afföll á verðmætri vöru. Fleiri niðurstöður í rannsókninni sýna að Netbooks fartölvur eru 20% líklegri að úreldast heldur en fartölvur og Asus og Toshiba eru traustustu merkin í fartölvum. Úrtakið í könnuninni er stórt, 30.000 tölvur voru í mælingu.

Fartölvunum í rannsókninni var skipt í þrjá hópa, netbook, entry-level laptops og premium laptops. Netbook fartölvurnar komu á markað fyrir tveim árum og var Asus brautryðjandi. Skjástærð þeirra er 7" og léttar eftir því. Entry-level laptops eru minni og ódýrari flokkur fartölva en preminum sá öflugri.

Hægt er að sjá niðurstöður frá SquareTrade í vel fram settu skjali á vefsíðu þeirra. En ég birti hér með niðurstöður fyrir traustustu fartölvurnar.

Fartölvur

Það kemur á óvart að HP fartölvur skuli vera á þessum enda en þeir framleiddu 16 milljónir fartölva á síðasta ári.

Fyrir einu og hálfu ári fjárfesti ég í ASUS Notebook F3Se Series - fartölvu eftir lítilsháttar pælingar. Þrátt fyrir góða útkomu Asus hefur hún ekki sloppið við viðhald. Eftir níu mánaða notkun þurfti ég að fara með tölvuna í viðgerð. Diskurinn var skemmdur og mikið ryk var í tölvunni. Ég fékk nýjan disk og náði ábyrgðin yfir það tjón.  Nú fyrir skömmu er farið að heyrast full hátt í viftu í tölvunni. Því þarf að fara aftur með gripinn í viðgerð. Asus-menn mættu hanna loftflæði tölvunnar betur. En tölvur hafa þann eiginleik að sog að sér ryk. Ég vona að tölvan eigi eftir nokkur ár í viðbót.

Í vinnu hef ég haft til brúks Dell og Lenovo "premium" fartölvur. Hafa þær ekkert bilað en stýrikerfið hefur verið að stríða.

Annar hlutur sem  fer fljótt í fartölvum er batteríið. Algengt er að líftími þeirra sé aðeins eitt og hálft ár. En notkun og hiti hefur áhrif á rafhlöðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband