11.10.2009 | 17:43
Var tölvupósturinn dulkóðaður?
Það er fróðlegt að skoða tölvupóstsamskiptin á milli forsætisráðherra Íslands og Noregs með upplýsingaöryggi í huga.
Þegar tölvupóstur er sendur á milli tölva, þá getur hann komið við á nokkrum tölvum á leiðinni og til geta orðið nokkur afrit. Því getur þriðji aðili komist yfir efni tölvupóstsins. Einfalt dæmi er að þegar tölvupóstur er sendur þá er það eins og að senda póstkort milli manna.
Til eru aðferðir til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Það er dulkóðun eða dulritun.
Við dulkóðun tölvupósts, er meiri trygging fyrir því að sendandinn sé í raun sá sem hann segist vera, og að ekki sé búið að breyta honum á leið til viðtakanda.
Samkvæmt fréttum, þá hefur efni tölvupósts Jóhönnu og Stoltenbergs ekki komist í hendur þriðja aðila. Kannski hafa forsætisráðherrarnir gætt fyllsta öryggis. Efni tölvupóstanna er nú orðið opinbert og það án hneykslis.
Öll fyrirtæki og stofnanir ættu að setja upp verklagsreglur um tölvupóst og fylgja ISO/IEC 27001 öryggisstaðlinum. Við lifum á merkilegum tímum þar sem vægi upplýsinga skiptir sífellt meira máli.
![]() |
Hærra lán ekki í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 234559
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.