Sláandi myndir og staðreyndir um hop íslenskra jökla

Hinir öflugu Fjallaleiðsögumenn gefa út fréttabréf á rafrænu formi, Fjallageitin nefnist fréttabréfið. Hér er ein athyglisverð frétt úr bréfinu.
 
Sláandi myndir og staðreyndir um hop íslenskra jökla
 
Á tveggja ára tímabili, frá 2007 til 2009, hafa jöklaleiðsögumenn okkar verið myndaðir á klukkustundar fresti við störf sín á jökulsporðunum. Hér er þó ekki um eiginlegt eftirlitskerfi með störfum leiðsögumanna að ræða heldur rannsóknir á hopi jökulsins sem Extreme Ice Survey hefur frumkvæði að. Myndunum hefur nú verið steypt saman í nokkurra sekúndna "video" sem sýna dramatískar breytingar á yfirborði jökulsins og nánasta umhverfi. Með framtakinu vilja forsvarsmenn Extreme Ice Survey m.a. sýna fram  á afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa hverfandi risa. Sjá meðfylgjandi myndir:
Sólheimajökull  (27. mars 2007 - 12. júní 2009)
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mjög fróðlegt að sjá þessar hreyfimyndir. Þessi risar eru þó varla að hverfa alveg á næstunni þótt lengri spotti verður að þeim.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.10.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband