Gaukshreiðrið *****

Mikið var gaman að horfa á Gaukshreiðrið á RIFF hátíðinni í vel skipuðum aðalsal Háskólabíós í vikunni ásamt meistara Milos Froman leikstjóra meistaraverksins.

GaukshreidridGaukshreiðrið  snertir á svo mörgum hliðum mannlegra tilveru og samskipta, misbeitingu valds og hvernig við drögum hluti í dilka. Myndin fjallar um hinn lífsglaða McMurphy (Jack Nicholson). Hann er eins og margir sem við þekkjum, óstýrlátur kvennamaður og slagsmálahundur. Einnig hefur hann gaman af fjárhættuspilum og að skemmta sér. Hann brýtur af sér og kýs heldur að fara á geðsjúkrahús heldur en að vinna í fangelsi. Sú ákvörðun reynist honum dýrkeypt því illmennið, hin sakleysislega Rachett (Louise Fletcher) yfirhjúkrunarkona er harðstjóri sem misnotar vald sitt og kúgar geðsjúklingana.

Leikurinn er stórgóður og eiga allir leikarar stórleik enda hafa þeir úr miklu að moða. Sagan er margslungin og góð framvinda. Enda hlaut kvikmyndin Óskarsveðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla og kvenna. Besta leikstjórn, besta myndin og besta handritið.

Eftir að hafa horft agndofa á myndina steig Milos Forman á stokk og sagði stuttlega frá kvikmyndinni. Síðan tóku við mis gáfulegar spurningar frá áhorfendum. Það er alltaf gaman að þessu lið, spurt og svarað.  

Þar kom fram að þolinmæði er dyggð. Það þurfti að bíða í hálft ár eftir Jack Nicholson. Nokkrum leikurum var sent handrit, m.a. Marlon Brando. Forman bjóst ekki við að hann hefði einu sinni lesið það.  Myndin er tekin í nánast réttri tímaröð á geðsjúkrahúsi, Oregon State Mental Hospital,  sem var í fullum rekstri og aðstoðuðu sumir sjúklingarnir við upptökur. Forstjóri sjúkrahússins lék sjálfan sig og var þar eini spuni myndarinnar. Forman bað hann um að spyrja spurninga sem hann myndi ávallt spyrja. Jack lék með. Uppáhalds atriði Formans og eflaust fleiri var þegar indíáninn stæðilegi braust út fyrir veggi sjúkrahúnsins með góða anda með sér. En það var vel undirbúið atriði. Annað atriði sem honum þótti vænt um, var þegar sjúklingarnir fóru í veiðiferð. Það batnaði með árunum en hann var efins um að hafa það með í fyrstu. 

Bókin sem myndin byggir á er sögð frá sjónarhóli indíánans og var því breytt. Lýsingar voru mjög myndrænar en það gekk ekki upp í kvikmynd. Ken Kelsey, höfundur bókarinnar neitar að horfa á myndina. Lítur á það sem skemmdarverk.

Forman benti ennfremur á að hjúkrunarkonan Rachett væri táknmynd valdsins, holdgerfingur kommúnístmans fyrir austan Járntjald.  Hann valdi leikara með saklaust útlit í hlutverk yfirhjúkrunarkonunnar  til að stuða áhorfendur meira en ef valin hefði verið þekkt bredda þá hefðu menn verið viðbúnari.

Ógleymanlegt kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband