Réttlátir UEFA-menn

Þeir kunna að taka rökum UEFA-menn.  Ég sá glöggt snertingu markvarðar og sóknarmanns í endursýningu þegar sjónarhornið er eftir vellinum.  Snertingin er ekki eins sjáanleg þegar sjónarhornið er við endamörk.

Vonandi hætta nornaveiðarnar eftir þessa niðurstöðu.

Þetta atvik minnir mig á umdeild atvik sem átti sér stað 24. mars 1997 en þá glímdu Arsenal og Liverpool á Highbury. Fowler fékk stungusendingu, Seaman var til varnar og koma á móti. Hann náði að reka hönd í boltann. Fowler hoppaði yfir hann en féll í lendingunni. Dómarinn  benti á vítapunktinn. Fowler reis upp og benti honum á að ekki hefði verið um víti að ræða. Fowler tók svo vítið. Seaman gerði sér lítið fyrir og varði en boltinn hrökk út í teig þar sem Jason McAteer var staddur og þrumaði í netið.  Fowler hlaut mikið hrós fyrir. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Nokkur umræða var á eftir um atvik þetta og héldu margir fram að þó að markvörður snerti ekki sóknarmann, þá myndi hann trufla jafnvægisskyn sóknarmannsins með því að leggjast fyrir hann.


mbl.is Bann Eduardos fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fowler benti Seaman á hvar hann ætlaði að setja boltan, ég man allavegana ekki betur.

 Hins vegar þarf að taka á leikaraskap þó kannski ekki þessu atviki(þó mér hafi fundist það í öllum endursýningum og ef snerting varð þá var hún sáralítil og Eduardo gat alveg staðið í lappirnar). En leikaraskapur og þá sérstaklega í spánverjum og s-ameríku leikmönnum er hreinn viðbjóður á að horfa og er alltaf að aukast.

Aumingjaskapur að hafa fleiri milljónir á viku í laun og þurfa svo að vera óheiðarlegur í þokkabót. Skákar þar Dider Drogba öllum að ég held. 

 Ég er Liverpool maður og ég gjörsamlega hata að sjá menn eins og Torres liggjandi og vælandi eins og stunginn grís yfir ekki neinu. Mascherano hefur líka verið að þessu og ég þoli það ekki. Verst er að sjá sjálfan fyrirliðan gera þetta. Ef menn eru ekki betri en það að þeir þurfi að svindla þá eiga þeir að hætta knattspyrnuiðkun. Kaup mín á treyjum, sjónvarpsáskrift og öðrum varningi er eitt af því sem halda boltanum gangandi. Ég veit að mín greiðsla ein og sér er ekki mikil en ef ekki væri fyrir okkur áhangendur þá væru þessir menn ekki að hafa það svona gott. 

 Kaupi frekar treyju með Voronin en hinum ofannefndum því hann leggur sig allan fram en er bara ekki betri en hann er og ég hef ekki séð svindl hjá honum þó vissulega hafi hann KANNSKI verið uppvís af því.

Útrýmum svindli og aumingjum úr knattspyrnu. Svona svipað og ég vil uppræta alla svarta vinnu, ólögmætar afskráningar úr sambúð til að þiggja barnabætur o.sfrv.

Er virkilega svona erfitt að vera heiðarlegur? Ég fatta það bara ekki enda allt mitt 100% löglegt og vil ég halda því þannig.  

Júlíus (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 07:44

2 identicon

Mér finnst þetta ekki gott mál að þeir séu að draga refsinguna til baka. Þetta var dýfa og ég er sammála Júlíusi, það er einhver örlítil snerting en aldrei í lífinu er þetta nóg til þess að taka niður leikmann. Þó Arsenal menn hafi kannski verið fúlir yfir þessu banni Eduardo þá var þetta ágætis fordæmi og ég var að vona að þessari línu yrði fylgt áfram. Ég held þetta sé eina leiðin til að uppræta þennan leikaraskap og ég vona bara að einhverjar nýjar reglur verði settar af UEFA eða FIFA í þessum málum.

Margir hafa bent á að ef dómarinn hefði séð í gegnum þetta þá hefði Eduardo bara fengið gult spjald fyrir dýfuna. En dómarinn sá ekki í gegnum þetta og Eduardo fékk víti og mark upp úr því. Því finnst mér ekkert að því að refsa meira fyrir það fyrst honum tókst að blekkja dómarann og fá vítið, allavega 1 leikur í bann finnst mér.

Mér er svo sem alveg sama um Eduardo og Arsenal, nallararnir mega ekki taka þessu sem einhverju nornaveiðum á þá. Ég er einungis svekktur yfir þessari afturköllun því ég var að vonast eftir að svona refsingar yrðu teknar upp varanlega.

Krummi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:00

3 identicon

Fowler sparkaði beint á markið eftir að hafa gefið Seaman hint, en samt sem áður gat hann ekki haldið boltanum og Macateer tók frákastið.
Er ég sammála þessu að margir ættu að taka Fowler sér til fyrirmyndar. 
En Júlíus ég skil ekki hvernig þú finnur það út að Torres liggji og væli eins og stunginn grís út um allann völl, hann kom mér hraustlega á óvert hvað þessi drengur er enmitt ekki að dífa líkt og td Drogba.  Það er einstaklega gaman að sjá strákinn vera tekinn hraustlega niður og hann sprettur upp jafn harðann.
Það hafa jú verið merki um pirring í honum allavega í fyrstu 3 leikjunum en að dífa er ég ekki sammála.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:15

4 identicon

Og já að afturkalla bannið á Eduardo er hrein og klár vitleysa.  Það verður að fara að taka alvarlega á þessum málum, annars fer fólk algjörlega að missa áhugann á boltanum.  Tildæmis Drogba.  LANG sterkasti sóknarmaður sem komið hefur í enska í áratugi og dettur og grenjar úr sér augun við minnstu snertingu.  Alveg órtúleg framkoma.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233602

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband