Breiðablik massar yngri flokkana

Þegar úngur ég var, fyrir 30 árum var UBK með bestu yngri drengjaflokkana á landinu.  Nú, þrem áratugum síðar er sama staða uppi en ekki hefur meistaraflokkur unnið alvöru titil á þessu langa tímabili. Ávallt verið efnilegir. Kannski verður upphafið að umbreytingunni á morgun, ef liðið kemst í úrslit bikarsins. Þeir eiga amk góðar fyrirmyndir í 4. og 5. flokk.

Í dag horfði ég á úrslitaleik 4. flokks á Kópavogsvelli. Breiðablik og KA kepptu lokaleikinn og höfðu Blikar öruggan sigur 3-0.  Spilið hjá Blikum var mjög gott og vörnin traust.  Umgjörðin um leikinn var mjög góð.

Fyrsta mark Blika var mjög gott, enda búa sóknarmenn liðsins yfir mikilli knatttækni. En næstu tvö mörk voru af ódýrara taginu. Hafði blautur völlurinn eflaust áhrif á varnarvinnuna.

Hvor hálfleikur er  í 35 mínútur og ellefu leikmenn inná en skipta má öllum leikmönnum inná eins oft og hentar.

Um síðustu helgi horfði ég á úrslitaleik 5. flokks á Hlíðarenda. Sömu lið glímdu og fóru leikar 4-0 fyrir þeim grænu.  Hvor hálfleikur stendur yfir í 20 mínútur með sjö leikmönnum og má skipta eins og í handboltaleik.  Umgjörðin var flott, topp dómari, Kristinn Jakobsson.

Annars var dagurinn ekki góður úrslitalega séð fyrir mig. Almunia tapaði fyrir Givens og Adebayor, 2-4 í ensku Úrvalsdeildinni og HK missti af úrvalsdeildarsæti.

Verdlaun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband