Kevin Mitnick - tölvuhakkari í heimsókn

Kevin Mitnick er einn þekktasti tölvuhakkari veraldar. Þegar hann var ungur var hann eins hæfileikaríkur í sínum geira og Diego Maradona í fótbolta.

Hann var um skeið á Top 10 Most Wanted-lista FBI og hefur verið umfjöllunarefni kvikmynda, fjölmargra heimildarmynda og fréttaþátta á borð við 60 Minutes. Mitnick starfar nú sem sérfræðingur og ráðgjafi í öryggislausnum og er einn virtasti fyrirlesari veraldar á sviði upplýsingatækni.

Kevin hefur snúið við blaðinu efir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er hættur að brjótast inn í tölvukerfi stórfyrirtækja og orðinn öryggisráðgjafi. Hann er staddur hér á landi og heldur fyrirlestur á Haustráðstefnu atvinnulífsins sem Skýrr heldur í dag.

Fyrirlesturinn sem hann flytur fjallar um bragðvísi (e. social  engineering) en hún fjallar um beiting bragða í mannlegum samskiptum til að fá tölvunotanda til að slaka á öryggiskröfum eða brjóta öryggisreglur. Oft er höfðað til hjálpsemi þess sem fyrir verður eða veikleika hans, svo sem græðgi eða óheiðarleika.

En fólk er veikasti hlekkurinn í tölvuöryggismálum og rannsóknir sýna að 70% brota eru framin innan veggja fyrirtækisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband