19.7.2009 | 23:05
Fyrsta skólastigið
Hann Ari litli útskrifaðist úr Leikskólanum Álfaheiði á föstudaginn síðasta. Fyrir nokkru var útskriftarhátíðin og því var hóflegur kveðjustund enda orðið fámennt. Það hefja því 22 krakkar grunnskólanám í haust. Krakkarnir dreifast á nokkra skóla í Kópavogi og ætlar Ari í Hjallaskóla í haust.
Ari lærði magt í leikskólanum. Það var mikill knattspyrnuáhugi hjá strákunum. Knattspyrnuvöllurinn er einfaldur. Fjórar aspir notaðar sem markstangir. Umgjörðin minnir mig á afríska leikvelli. Leikskólinn er örstutt frá Digranesi og því eru allir í HK. Ari hóf að vísu knattspyrnuferilinn í Breiðablik en skipti yfir í stórveldið fyrir ári síðan. Að sjálfsöguð gaf Ari skólanum bolta að skilnaði.
Fyrir utan hefðbundið nám, þá lærðu krakkarnir mannganginn í skák og svo er umhverfisvæn hugsun kennd í lífsmenntaskólanum.
Hér eru myndir sem sýna námsmanninn fyrir framan Lífsmenntaskólann Álfaheiði. Sú fyrri var tekin er fyrsti stóri dagurinn rann upp, þann 15. ágúst 2005. Neðri myndin sýnir knattspyrnumanninn á síðasta skóladegi, 17. júlí 2009.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.