Fyrsta skólastigið

Hann Ari litli útskrifaðist úr Leikskólanum Álfaheiði á föstudaginn síðasta. Fyrir nokkru var útskriftarhátíðin og því var hóflegur kveðjustund enda orðið fámennt. Það hefja því 22 krakkar grunnskólanám í haust. Krakkarnir dreifast á nokkra skóla í Kópavogi og ætlar Ari í Hjallaskóla í haust.

Ari lærði magt í leikskólanum. Það var mikill knattspyrnuáhugi hjá strákunum. Knattspyrnuvöllurinn er einfaldur. Fjórar aspir notaðar sem markstangir. Umgjörðin minnir mig á afríska leikvelli.  Leikskólinn er örstutt frá Digranesi og því eru allir í HK. Ari hóf að vísu knattspyrnuferilinn í Breiðablik en skipti yfir í stórveldið fyrir ári síðan. Að sjálfsöguð gaf Ari skólanum bolta að skilnaði.

Fyrir utan hefðbundið nám, þá lærðu krakkarnir mannganginn í skák og svo er umhverfisvæn hugsun kennd í lífsmenntaskólanum.

Hér eru myndir sem sýna námsmanninn fyrir framan Lífsmenntaskólann Álfaheiði. Sú fyrri var tekin er fyrsti stóri dagurinn rann upp, þann 15. ágúst 2005.  Neðri myndin sýnir knattspyrnumanninn á síðasta skóladegi, 17. júlí 2009.

Ari upphaf

 

Ari lok


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband