13.7.2009 | 21:10
Stóra-Kóngsfell (602 m) og Drottning (516 m)
Stóra-Kóngsfell (602 m) í Bláfjallafólkvangi var gönguverkefni síðustu viku. Ég var ásamt tæplega 70 Útivistarræktendum í ferðinni í nælonblíðu. Eftir að hafa keyrt malbikaðan Bláfjallaveg var beygt til vesturs og stoppað skammt frá norðurenda fellsins í tæplega 400 metra hæð. Gengið var yfir mosavaxið úfið hraun upp með vesturhlið fellsins. Eftir tæpa klukkutíma göngu var toppnum á Stóra-Kóngsfelli náð. Þaðan er frábært útsýni yfir nágrennið og til strandarinnar við Faxaflóann. Á toppnum er merkjavarða því þar koma saman landamerki fjögurra sveitafélaga þ.e. Reykjavíkur, Kópavogs, Selvogshrepps og Grindavíkur. En eitthvað hefur landamerkjum verið breytt. Því er ekki öruggt að með hringferð í kringum vörðuna hafi náðst að heimsækja fjögur sveitarfélög á sekúndubroti.
Þegar horft er til vestur af Stóra-Kóngsfelli, blasa Þríhnjúkagígar við. Þangað er tæplega 2ja kílómetra gangur. Austasti hnjúkurinn er stórmerkilegur. Opið í toppi hnjúksins er um 4 x 4 m að stærð. Neðan þess er 120 m djúpur flöskulaga gígur.
Þegar horft var til austurs blöstu Bláfjöllin við með snjólausar skíðabrekkur en á milli þeirra var lágreist fjall sem ber stórt nafn, Drottning (516 m). Þangað var förinni heitið hjá flestum í ræktinni. Gangan eftir mosavaxinni hrauntröð varði í 300 metra og sáust margir forvitnilegir hellar. Uppgangan á Drottningu var auðveld og þurfti aðeins að hækka sig um 90 metra. Þegar á miðja Drottningu var komið sást vel yfir Eldborg. Hún er mjög glæsileg á að líta, regluleg í lögun og með skarði sem hraun hefur runnið út um. Gígurinn er um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur. Hólmshraun sem nær niður í Heiðmörk er ættað þaðan og rann fyrir um þúsund árum.
Það náðist því þrenna þetta miðvikudagskvöld og í brids eru þetta 6 hápunktar ef Eldborg er túlkuð sem gosi.
GPS:
Stóra-Kóngsfell: N: 64.00.047 - W: 21.39.689
Drottning: N: 63.59.967 - W: 21.38.648
Gengin vegalengd rúmir 6 km í kvöldkyrrðinni og tók rúma þrjá tíma.
Hluti af Útivistarræktinni fyrir framan takmarkið, Stóra-Kóngsfell.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233602
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.