Thriller

EinarOrn-1982Michael Jackson (1958-2009), konungur poppsins og höfundur Thriller er allur. Þegar stórstjarna fellur frá er almenningur og fjölmiðlar fullir af fréttum af goðinu. Það selur. Hugur minn reikar aftur við að sjá fréttir um andlátið. 

Mín helsta minning um Michael Jackson er Thriller. Platan sem innihélt níu topplög kom út árið 1982. Þá var ég í heimavist Menntaskólans að Laugarvatni. Ég minnist þess að hafa oft heyrt lagið Thriller keyrt í botni á Nös. Félagi Einar Örn spilaði það svo hátt í öflugum græjum sínum. Oft vaknaði maður upp við Thriller. Á ólíklegustu tímum. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Einar Örn spilaði Thriller svo oft fyrir heimavistina að ég keypti aldrei plötuna. Þurfti þess ekki. Nú rifjar maður upp góða og eftirminnilega tíma. Þökk sé Einari Erni og Michael Jackson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband