Rokland

Var að klára kiljuna Rokland eftir húmoristann og byltingarmanninn Hallgrím Helgason.  Stíllinn er djarfur og heimspekingurinn, Böðvar H. Steingrímsson er gagnrýninn á neysluþjóðfélagið og sendir ádeilur gengum bloggvefinn sinn, rokland.blogspot.com.

Sagan gerist árið 2005 og það má segja að Böddi hafi haft mikið til síns máls og margt ræst sem hann sá og skrifaði fyrir. Það er eflaust njög ólíkt andrúm að lesa bókina fyrir og eftir bankahrun.

Það má segja að bylting Bödda hafi ræst í Búsáhaldabyltingunni í vetur og hápunkti hans náð í setningunni "Djöfulsins fokking, fokking, fokk!"  En þá var hann kominn í mikil persónuleg vandræði.

Mér fannst heldur illa fara fyrir Bödda í lok sögunnar. Komu þá upp spurningar um hvort hetjan væri ekki jafn gáfuð þrátt fyrir mikla þekkingu á þýskum spekingum eða hreinlega geðveikur.

Stefnt er að því að kvikmynda söguna og er búið að framleiða stiklu fyrir myndina en tökur eru áformaðar í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband