29.5.2009 | 23:47
Lava frá Ölvisholt Brugghús
Hann er öflugur reykti LAVA Stout skjálftabjórinn frá Ölvisholti Brugghúsi. Hann tekur vel í og rífur vel í kvefið enda dekkri á litinn en nýstorknað Hekluhraun. Styrkurinn er mikill, 9.4% og vel falinn á bak við ristað malt og sætt lakkrís eftirbragð.
Það fyrsta sem tungan skynjar er reykbragð og dúkkar hangiket þá upp í heilanum. Því er tilvalið að hafa með honum reykt kjöt eða reyktan laxfisk. Frönsk súkkulaðiterta er næsta sem heilinn skynjar. En einn og sér er hann eins og sælgæti, sterkur lakkrís. Þeir eru að gera athyglisverða hluti, í örbrugghúsum landsins. Eini gallinn við Lava-bjórinn er verðið, kr. 441 fyrir síðustu hækkun. Þetta er bjór sem á eftir að skapa umræður, annað hvort líkar maður við hann eða ekki, rétt eins og með ríkisstjórnina.
Lava er á smettiskruddu, og er ég orðinn vinur bjórsins eftir kvöldið.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 1.6.2009 kl. 00:48 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.