20.5.2009 | 23:55
Gullbringa (321 m)
Gekk á Gullbringu (321 m) með Útvistarræktinni, 50 manns, í kvöld í fallegu maíveðri. Gullbringa er lítt áberandi fjallshnúkur við SA-enda Kleifarvatns og af henni er talið að Gullbringusýsla beri nafn sitt. Fáskrúðugt fjall og sviplítið. Merkilegt að heil sýsla hafi fengið nafn af móbergsfjalli þessu. Var það kannski öfugt? Eða hefur verðmætamat okkar breyst svona mikið? Gengin vegalengd 8,2 km. Hækkun tæpir 200 m. GPS: N: 63.54.548, V: 21.56.966
Við áðum stutt frá Gullbringuhelli (Jónshelli) fyrir uppgöngu. Þar eru merki um mannvist.
Þegar komið var upp á topp Gullbringu, sá yfir spegilslétt Kleifarvatn og Sveifluháls. Skemmtilegt sjónarhorn, en ég sé daglega hálsröðina frá öðrum enda. Mesta athygli vakti Hvammahraun og er kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur út í vatnið. Þessi hraunstraumur er annar af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteinsfjallaeldstöðinni. Hinn straumurinn fellur niður í Herdísarvík, töluvert austar. Gullbringuhellir sást vel í hrauninu.
Vegslóði liggur að Gullbringu og teygir sig lengra austur eftir vatninu. Við fórum ótroðnari slóðir að fjallinu, meðfram vatninu og framhjá Kálfadalshlíð. Þessi gönguferð leyndi á sér og er ekki fjölfarin, margt að sjá, þó grjótfjallið Gullbringa væri tilkomalítið. Ísland hefur upp á mikið að bjóða.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt 21.5.2009 kl. 10:34 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.