23.4.2009 | 22:32
HK sumardagurinn mikli
Hann byrjaði vel HK sumardagurinn mikli. Við Ari fórum í Kórinn um nónbil og fylgdumst með knattspyrnuleik HK og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. HK hóf leikinn af miklum krafti en þurfti aðstoð við fyrsta markið. Síðan kom gullfallegt HK-mark. Í síðari hálfleik var Stjörnuvörnin illa á verði og fær hún fáar stjörnur fyrir tilburði. Sóknarmenn HK léku hvað eftir annað í gegnum hana og endaði leikurinn 6-1. HK er því komið í undanúrslit í Lengjubikarnum og glímir við nágrannana í Breiðablik en þeir unnu Þrótt í framlengdum leik, 1-0. Fer leikurinn fram á mánudag.
Við fylltumst mikilli bjartsýni á leiðinni í Digranes en þar hélt HK sumarhátíð og síðan var stefnan sett í hópferð upp í Hlíðarenda. Fyrir dyrum stóð úrslitaleikur í handknattleik milli Vals og HK. Það var mikil stemming í höllinni hjá Val. Voru Binnamenn, hinir hörðu stuðningsmenn HK feikna öflugir og yfirgnæfðu Valsmenn. Minnti framkoma þeirra á enska stuðningsmenn. Valsmenn hófu leikinn af krafti. Voru harðir í vörn með Fúsa í broddi fylkingar. Þeir nýttu hraðaupphlaup vel og voru snöggir að taka miðju. En varnarmenn HK voru rétt mættir inná völlinn þegar stórsóknin hófst. HK náð því ekki að brúa bilið og datt úr leik. Valur fer í úrslitaleikinn á móti Haukum. Svona er lífið.
Við Ari sáum því 31 HK mark gegn 30 mörkum Vals og Stjörnunnar. Því kom dagurinn út í plús.
Hefði HK náð að komast áfram í handboltanum, þá hefði þetta verið fullkominn HK sumardagur.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið þykir mér þetta skemmtileg lesning. Mögulega vegna þess að ég er HK maður sjálfur.
Við íslendingar mættum alveg við aðeins meira af svona jákvæðum og skemmtilegum pistlum.
HKveðjur
Halldór (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.