Jómfrúræða Ólafs Thors

Það er merkilegt að skoða söguna. Hún virðist endurtaka sig í sífellu. Hinn mikli leiðtogi Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thor komst á þing árið 1926 í aukakosningum.  Hann hafði sig ekki mikið frammi fyrsta árið en jómfrúræða hans fjallaði um gengismál. Það er kunnugt málefni.

Fannst honum íslenska krónan of hátt metin. En þá var ekki Seðlabanki og forsætisráðherra ákvað gengið.  Vildi Ólafur fella gengi krónunnar svo útflytjendur fengu meira fyrir sinn snúð á kostnað innflutnings.

Það er merkilegt að nú, 83 árum síðar skulu við Íslendingar enn vera fangar gengis íslensku krónunnar. Verðum við ekki að skipta henni út fyrir stöðugan gjaldmiðil svo komandi kynslóðir þurfi ekki að hlusta á sömu ræðurnar.

Ég er þessa stundina að lesa bókina Thorsararnir, auður - völd - örlög efir Guðmund Magnússon og er merkilegt að lesa bókina nú eftir bankahrun. Margt líkt með skyldum, 70 árum síðar.  Mútur, fjármagn tekið úr rekstri útgerðarfélaga, gjaldeyrishöft og grimm pólitík.

Í kvikmyndinni Draumalandið er minnst á skörungsskap Ólafs Thors er hann hafnaði því að  Bandaríkjamenn reistu hér á landi 5 herstöðvar og leigðu landið til 99 ára. Það var djörf ákvörðun en rétt. Peningar hefðu streymt inn í landið en við orðið feitt leiguþý. Nú vilja flokksmenn Ólafs Thors selja erlendum auðhringum orku okkar á "lægsta verði í heimi". Væri Ólafur Thors sammála?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband