26.3.2009 | 22:45
Conficker.C - ormurinn á ferð 1. apríl
Þann 1. apríl, á gabbdaginn mikla, fer skæður ormur af stað, Conficker.C. Hann er ekkert grín. Ormurinn er afbrigði af Conficker.A og Conficker.B. En ormur er óværa sem berst milli tölva og fjölfaldar sig.
Það sem gerir orminn sérstaklega skaðlegan er að hann ræðst á allar öryggisvarnir í tölvunni. Hann er því eins og HIV veiran í mannfólki, hann ræðst á ónæmiskerfi tölvunnar. Hann lokar á vefsíður sem tengjast öryggismálum, sérstaklega Microsoft. Ormurinn lokar á öryggisþjónustur og afritar Trojuhest inní Windows möppur. Auk þess sem hann veldur óskunda á skilgreiningum á endurinnsetningu stýrikerfa.
Óværan er talin eiga upptök í Rússlandi.
Öll veiruvarnarforrit þekkja orminn og því á fólk að uppfæra vírusvarnir sínar, auk þess að sækja alla Microsoft plástra. Notendur Windows ættu einnig að sækja Microsoft update for the AutoRun feature í Windows sem var gefin út í febrúar. En hann hindrar að forrit ræsist sjálfkrafa.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður ánægjulegt að sjá ykkur félaga í Setrinu á morgun.
Ég held maður kveiki ekki á tölvu í apríl.
Þórbergur Torfason, 27.3.2009 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.