Lífrænn bjórdagur

Í dag eru nákvæmlega 20 ár síðan Bjórdagurinn rann upp. Það var eftirminnilegur dagur. Þá opnaðist Ísland. Bjórbann var sett á árið 1915 og var aðeins hægt að drekka smyglaðan bjór eða flugfreyjubjór í heilan mannsaldur.

Í tilefni dagsins, þá keypti ég tvo lífrænt ræktaða bjóra til að fagna áratugunum tveim og fagna nýrri hugsun í bjórgerð. Minnka eiturefnin.  Í dag voru norrænir víkingar og ráðmenn á ráðstefnu og var markmiðið að gera Norðurlönd að Grænum dal í Evrópu. Lífræn ræktun er partur af þeirri áætlun.

Lífrænu bjórarnir bresku sem til sölu í Vínbúðinni eru,  Fuller's Honey Dew og menntabjórinn Brakspear Oxford Gold. Ég keypti tvö eintök í tilefni tímamótanna.

Fullers

 

Flokkur: öl

Styrkleiki: 5%

Verð: 514 krónur.

Fuller's Honey Dew er eins og nafnið segir, hungansöl. Ljósgullin að lit og með mikið hungansbragð. Ferskur og með langt eftirbragð. Flaskan er 500 ml og virðuleg. Hungangsfluga flýgur á tappanum. Fínt hungansöl.

Þessi hunangsbjór er mest seldi lífræni bjór á Bretlandi.

 

 

 

Oxford

 

Flokkur: öl

Styrkleiki: 4,6%

Verð: 405 krónur.

Brakspear Oxford Gold er gullinn með miðlungs beiskju.  Frískur og með styttra eftirbragð en Fuller's. bjórinn. Hungansbragð er yfrignæfandi. Áægtis hunangsöl.

Þessir tveir lífrænu bjórar eiga margt sameiginlegt. Hugnangsbrað skín í geng. Verðlagning er aðeins hærri en meðalbjórverð. Lífrænir bændur nota ekki eitur á plöntur og skordýr.  Engin aukaefni, enginn sykur, engin gerilsneyðing Framleiðendur vinna ekki á MÓTI náttúrunni heldu MEÐ náttúrunni. Því er meiri aukavinna. Því er fórnarkostnaðurinn vonandi falin í minna DDT.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband