Samstöðumótmæli á Hornafirði?

Öflugustu mótmæli frá árinu 1949 hafa staðið yfir síðustu daga. Hápunkturinn náðist á þriðjudaginn.  Í kjölfarið voru haldin samstöðumótmæli á Akureyri og Egilsstöðum. Þau hafa einnig verið haldin á Ísafirði og í Mývatnssveit.   Hins vegar hefur ekkert heyrst um mótmæli frá Hornafirði. En Hornfirðingar eru nú seinir til uppistands.

En hvernig væri að blása til samstöðusóknar. Það væri gráupplagt að halda þau við gamla kaupfélagshúsið. Halldór Ásgrímsson, holdgerfingur hrunsins bjó þar fyrstu ár ævi sinnar.

Halldór er guðfaðir kvótakerfisins, ófreskjunnar sem við sitjum nú uppi með. "Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið".

Hann er guðfaðir Kárahnúkavirkjunar sem hratt af stað ofþenslu í hagkerfinu. Í skýrslu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum má lesa eftirfarandi setningu: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."   

Auk þess eru hreinar orkulindir Íslands gífurlega verðmæt eign og hún er seld lægstbjóðanda. 

Hann var annar af arkitektum stuðnings Íslands við  Íraksstríðið. Einum svartasta blett Íslandssögunnar.

Íslendingar eru að uppskera núna óríkulega eftir þessa hörmulegu sáningu.  Því eiga samstöðumótmæli á Hornafirði vel rétt á sér. Í hjarta bæjarins þar sem héraðslaukurinn ólst upp. Það væri gaman að heyra í mótmælendum frá Hornfirði.  

Hvað segir bloggvinur minn Þórbergur Torfason um það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband