Mótmælafundur #15 á Austurvelli

Motmaeli15

Ég og Særún fórum niður í bæ í slyddunni og tókum þátt í mótmælum á Austurvelli. Það gekk illa að finna bílastæði við hafnarbakkann en eftir nokkuð hringsól fannst stæði. Það benti til þess að margir væru í miðbænum, Ríki Jakobs Frímanns.

Við misstum af upphituninni og ræðu hagfræðingsins Gylfa Magnússonar en náðum boðskap hinnar atvinnualausu Svanfríðar Önnu Lárusdóttir.  Ekki urðum við vör við hinar Nýju raddir sem voru búnar að boða fund en vinur minn sýndi mér flotta mynd af Eiríki Stefánssyni, klæddum í sjógalla og með svart límband yfir strigakjaftinum. Eiríkur er mikill kvótaandstæðingur og hefur margt gott fram að færa en meðulin sem hann notar eru frekar óhefðbundin.

Margt fólk var á Austurvelli og mikið um börn með foreldrum. Á heimleiðinni gegnum við framhjá sjónvarpsfréttamönnum frá Sviss. Þeir höfðu mikinn áhuga á að ræða við Særúnu. Vildu fá að vita hverju hún væri að berjast fyrir.  Hún er ósátt við allar skuldirnar sem skrifaðar hafa verið á hana, án hennar leyfis. Stelpunni minni gekk illa að skilja sjónvarpsfólkið og því næst svifu þau á mig. Þau spurðu mig hvort bankahrunið hefði haft áhrif á hag minn. Ég játti því og sagði að það hefði áhrif á alla. Þvínæst spurðu þau hverju við værum að berjast fyrir. Ég sagðist vona að við lifðum þetta af.  Við viljum breytingar rétt eins og Obama.  Ég var kurteis og sparaði stóru slagorðin. Á heimleiðinni sá ég eftir að hafa ekki verð herskárri. Við verðum eflaust klippt út.

Fokking15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Stoltur af ykkur feðgin. Þarna ætluðum við feðgar líka að vera en júniorinn var kallaður í tökur á heimildarmynd um Snorra Sturluson þannig að handboltaæfing og mótmælafundur fóru fyrir lítið.

PS Nú er ég búinn að fá sömu afgreiðslu og þú hjá Beco. Canon Ixus 80 komin í staðin fyrir Ixus II með gallaða skjáflögu. Sé samt eftir gömlu, hún var eh vegin meira solid.

Jóhannes Einarsson, 17.1.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband