5.1.2009 | 22:04
Epísk Ástralía ****
Ég hef undanfarið verði nokkrum sinnum verið spurður að því hvað epísk mynd sé en kvikmyndin Ástralía, eftir Baz Luhrmann með Nicole Kidman, Hugh Jackman og Brandon Walters, hefur verið auglýst sem epísk mynd. Ég reyndi að útskýra fyrirbærið en eftir að hafa legið í kvöld yfir skilgreiningum á epík, þá sé ég að ég hef ekki verið nógu nákvæmur.
Í Íslensku alfæðiorðabókinni er epík skilgreind eftirfarandi: "frásagnarskáldskapur: allur skáldskapur sem hefur að geyma frásögn, jafnt í bundnu máli sem óbundnu; ein af þremur höfuðgreinum bókmennta ásamt lýrik og leikritun". Með öðrum orðum: Epísk frásögn er t.d. saga sem hefur upphaf, meginmál eða söguþráð og enda. Eitthvað hefðbundið söguform. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sagt er"
Aðrar skilgreiningar á epískum myndum sem ekki eru réttar, eru að þær séu langar, yfir tveir tímar eða þær séu gamlar myndir. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á breska leikstjórann David Lean (1908-1991) er epísk stórmynd. Hann var meistari þessa mikilfenglega forms og nokkrar slíkra mynda hans eru með því besta sem gert hefur verið á þessu sviði frá upphafi. Hringadróttinssögu-þríleikurinn sannar að nútíma kvikmyndagerðarmenn geta vel gert stórmyndir af því tagi og voru algengar hér áður fyrr.
En snúum okkur að epísku myndinni Ástralíu. Þetta er stórmynd í anda Gone With the Wind. Sögusviðið er víðátta Ástralíu. Inn í söguna fléttist uppgjör við frumbyggja Ástralíu, rekstur 1.500 nautgripa í kappi við tímann, árás frá Japönum í seinna heimsstríði og ástarsaga. Einn skúrkur er svo með til að fullkomna kokteilinn.
Kvikmyndataka er mjög góð, hver rammi úthugsaður. Landkynningarmynd fyrir alla fjölskylduna. Stór hluti er þó tekinn í kvikmyndaveri og hafa líklega sömu aðilar verið að verki og gerðu tölvugrafíkina í Flags of our Fathes og Letters from Iwo Jima.
Magnaðasta atriði myndarinnar var þó þegar nautin fimmtánhundruð ruddust af stað og stefndu fram af bröttum hömrunum. Ég var skyndilega kominn upp á Morinsheiði með Heiðarhorn framundan eftir göngu yfir Fimmvörðuháls. Magnað atriði og gott ef ég fann ekki fyrir lofthræðslu.
Nú er bara að sjá hvort maður nái að lifa að sjá epísku myndina Ísland sem Balti eða einhver góður íslenskur leikstjóri framleiðir. Það kæmu saman víkingar, bankahrun, síldarævintýr og ástarævintýri í óbyggðum.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233602
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skáldskapur skiptist í þrjá megin flokka. Epík. dramatík og lýrík. Í grunninn er lýrik er ljóð og textar, dramatík frásögn á sviði og epík sögur. Í nútímaskáldskap blandast þetta allt saman og hefur gert lengi.
Guðmundur Marinó Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.