25.12.2008 | 15:46
Myrkárdagur
Nú er ég að lesa metsölubókina Myrká eftir Arnald Indriðason. Líklega eru 30 þúsund Íslendingar í sömu sporum og ég í dag, 10% þjóðarinnar, að hjálpa Elínborgu að leysa morðgátuna um símvirkjann Runólf og nauðgunarlyf hans. Ég er búinn að lesa tvo þriðju bókarinnar og það er komin ansi góð mynd á atburði helgarinnar. Hringurinn farinn að þrengjast, mun fljótlegra en ég bjóst við. Morðinginn er ekki fundinn en ég held að ég sé búinn að finna þann seka.
Erlendur er í leyfi á Austurlandi og rannsóknarlögreglan Elínborg kynnt fyrir okkur. Lesendur kynnast fjölskyldu hennar og virðist fjölskyldulíf rannsóknarmanna og kvenna vera mikilvægur þráður í íslenskum glæpasögum. Arnaldur notar fjölskyldumeðlimi óspart til að kalla fram mótvægi við aðrar persónur í sögunni sem oftast liggja undir grun. Það er fróðlegt að fylgjast með bloggaranum Valþóri, uppreisnarsömum unglingi á heimilinu. Hann bloggar eins og við hér á blog.is, segir frá leyndarmálum fjölskyldunnar og opinskár samskiptum við kærustur. En Runólfur heitinn bloggaði ekki.
Ég hlakka til kvöldsins og hlakka til að sjá sögulok. Vona að Arnaldur nái ekki að leika á mig á endasprettinum.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.