21.12.2008 | 00:03
Upphafið að ofþennslunni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kvað upp þann dóm að upphafið af ofþenslunni megi rekja til Kárahnjúkavirkjunar. Loksins, loksins fékkst það staðfest. Hins vegar voru margir búnir að vara við þessari leið. Ekki var hlustað á þær raddir. Stóriðjuflokkarnir tveir réðu. Við kusum þetta yfir okkur. Það er annars merkilegt að fólk skuli ekki læra af reynslunni. Enn eru til þingmenn sem vilja planta álverum um allt land og stækka þau sem fyrir eru. Næsta kreppa sem við Íslendingar fáum í hausinn þegar við verðum búin að hrista af okkur bankakreppuna verður álkreppa. Það borgar sig ekki að hafa öll áleggin í sömu körfu.
Í Fréttablaðinu í gær stendur: "Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland."
Þar segir: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."
Við hefðu betur hlustað á náttúruna og tekið mark á boðskapnum sem var við Rauðuflúð við Jöklu í júlí 2005. Ekki virkja, stóð þar stórum steinstöfum. Nú er þetta svæði komið undir kalt jökulvatn.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 233607
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verður aldrei viðurkennt
Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.