Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið

"Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið",  mælti prófessor Þorvaldur Gylfason á Borgarfundi í troðfullu Háskólabíó í kvöld.  Þarna var ég hjartanlega sammála honum.  Ég hef varað sveitunga mína við þessari ófreskju. Afleiðingarnar eru að koma í ljós. Verst að þessi ófreskja er ættuð úr Hornafirði, komin undan Halldóri Ásgrímssyni.

Það var frábær stemming í Háskólabíó í kvöld. Hún minnti mig á góða kvöldstund á sama stað með Tarantinó fyrir þrem árum en þá horfði ég á þrjár Kung-Fu kvikmyndir með  meistaranum í smekkfullum sal og fólk tók vel undir.

Fyrst flutti Þorvaldur Gylfason áhrifamikla ræðu og tóku fundarmenn vel undir. Klöppuðu vel á milli kjarnyrtra setninga. Hápunkturinn var þegar hann sagði: "Bankastjórnin verður að víkja án frekari tafar”, þá ætlaði þakið að rifna af traustbyggðu bíóhúsinu.   Snillingur hann Þorvaldur.

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur kom með flotta myndlíkingu um eldhúsverkin. Byggði á henni út ræðuna og kjarninn í hennar flutningi var að kjósa strax.

Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri kom frá Akureyri og tók verðtrygginguna í bakaríið. Ég kaupi öll hans rök. Burt með verðtrygginguna.

Senuþjófurinn, Margrét Pétursdóttir, verkakona flutti glæsilegt ávarp. Hún talaði í slagorðum sem virkuðu vel. Hápunkturinn var þegar hún bað fólk um að standa upp úr sætum sínum. Allir fundarmenn stóðu upp, þó ekki allir í ríkisstjórninni. Síðan mælti hún frábær orð.  Eitthvað á þá leið að það væri ekki minna mál að standa upp úr stólum sínum.  Frábært og eftirminnilegt og áhrifaríkt fundarbragð.

Síðan var farið í spurningar og komu margar góðar spurningar fram hjá reiðum almenning. Ég var farinn að sárvorkenna ríkisstjórninni. Hún fékk það óþvegið. 28 þingmenn mættu til leiks og 8 ráðherrar.

Maður er nefndur Einar Már Guðmundsson. Hann kom upp á milli spurninga og þvílík ræða. Hún verður eflaust lesin árið 2100 og árið 3000.

Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Ingibjörg Sólrúnu. Hún var hrokafull. Hún vildi meina að þessir tvöþúsund manns sem mættu endurspegluðu ekki þjóðina. Það er ekki rétt, ef hún hefði lesið Fréttablaðið um helgina, þá vilja 70% þjóðarinnar ekki ríkisstjórnina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband