Perú og IMF

Árið 1992 var ég ásamt þrem félögum að ráðgera ferð til S-Ameríku. Þetta var engin helgarferð. Hálft ár var ráðgert í ferðalagið.  Einn ferðafélaginn var ættaður frá Kólumbíu en restin var af íslensku bergi brotin.  Ráðgert var að heimsækja öll lönd álfunnar nema Perú. Þar var ástandið hörmulegt. Boðskapurinn fyrir að heimsækja Perú var sá. Þú verður örugglega rændur og líklega drepinn.  Ástæðan var sú að Perú hafði neitað að greiða skuldir sínar til IMF nokkru áður. IMF og alþjóðasamfélagið skrúfaði fyrir öll viðskipti við landið og gífurleg fátækt varð niðurstaðan.

Tuttugu og tveim árum síðar  ákvað seðlabankastjóri einn á Norðurlöndum að gera það sama og forseti Perú, Alan Garcia Perez. Hann sagði opinberlega að þjóðin myndi ekki greiða meintar skuldir sínar erlendis. Alþjóðasamfélagið fyrsti Norðurlandaþjóðina fyrir vikið. Aldrei geta menn lært af sögunni. 

Af ævintýraferðinni varð. Ég datt úr skaftinu í Evrópu en hin þrjú héldu við upphaflega áætlun. Heimsóttu öll lönd Rómönsku Ameríku nema Perú. Þau komu öll heil heim og sluppu við rupl. Ég sé enn eftir því að hafa ekki tekið þessari áskorun og ferðast eins og læknanemarnir Ernesto Guevara de la Serna og Alberto Grando um álfuna. Drekka í mig sögu og menningu þjóðanna.

Nú er ég að lesa bókina um Che og sé enn meira eftir því að hafa ekki svalað ævintýraþorstanum.  Ég er að undirbúa mig undir baráttu fyrir hið Nýja Ísland. Bókin um Che er góð lesning. Ég mun fjalla um hana síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband