Örnefni íslenskra jökla

Var að skima yfir bókina Geographic Names of Iceland's Glaciers: Historic and modern eftir jarðfræðingana Odd Sigurðsson  og Richard S. Williams, Jr.

Mér líst ljómandi vel á verkið hjá félögunum. Þarna eru 269 nútíma jöklanöfn talin upp og jöklarnir flokkaðir niður eftir gerð. Alls eru jöklanöfnin á sjötta hundrað en sumir jöklar hafa gengið undir nokkrum eldri nöfnum. T.d Vatnajökull, hann hefur borði nöfnin Klofajökull, Austurjökull, Austurjöklar og Grímsvatnajökull.

Jöklar eru vel skilgreindir í byrjun. Flottar skýringamyndir og ljósmyndir sem flestar eru teknar úr lofti í góðu veðri. Mig dauðlangar í jöklaferð þegar ég sé sumar hverjar.  Það er greinilega mikið og skemmtilegt verk framundan við að safna jöklum hjá mér. Þessi bók gefur nýja vídd í jöklaferðir. Öll tvímæli um nöfn íslenskra jökla eru hér með tekin af. 

Bókin er komin út á ensku og íslensk  útgáfa væntanleg. Hægt er að nálgast ensku útgáfuna á .pdf formi.

Frábært og stórmerkilegt framtak hjá höfundum.

Örnefni íslenskra jökla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 236586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband