19.9.2008 | 23:24
Egils Permium
Ég smakkaði í fyrsta sinn ljósgullinn Egils Premium bjór í kvöld og vakti hann athygli mína fyrir kröftugt maltbragð. Sker hann sig úr öðrum mildari lagerbjórum. Vakti bragðið sem batnaði er leið á dósina athygli mína.
Á bjórdósinni stóð að Egils Premium hefði lengra framleiðsluferli, hann væri tvímeskjaður og hefði hægari gerjun. Notað er íslenskt bygg frá bændum í Leirársveit, og aldagamlar tékkneskar aðferðir notaðar við bruggun. Það gæfi sterkan karakter, aukna mýkt og meiri fyllingu.
Framleiðsla bjórsins hófst á bjórdaginn, 1. mars 2005 og skömmu síðar hlaut hann verðlaun á European Beer Star keppninni í Bæjaralandi í Þýskaland. Hófst þá útrás í kjölfarið.
Á vefnum vinbud.is sem selur bjórinn er honum líst svo: Ljósgullinn. Meðalfylling, mildur með sætuvotti og lítilli beiskju og mjúkum maltkeim.
Passar vel með alifuglum, lambakjöti, grillmat og á sólpallinum.
Ég mæli meðs að fólk prófi þessa rammíslensku fraðmleiðslu en hafi plan B í bjórdrykkju því hann er ekki allra.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.