Egils Permium

egilspremium.pngÉg smakkaði í fyrsta sinn ljósgullinn Egils Premium bjór í kvöld og vakti hann athygli mína fyrir kröftugt maltbragð. Sker hann sig úr öðrum mildari lagerbjórum.  Vakti bragðið sem batnaði er leið á dósina athygli mína.

Á bjórdósinni stóð að Egils Premium hefði lengra framleiðsluferli, hann væri tvímeskjaður og hefði hægari gerjun. Notað er íslenskt bygg frá bændum í Leirársveit, og aldagamlar tékkneskar aðferðir notaðar við bruggun.  Það gæfi sterkan karakter, aukna mýkt og meiri fyllingu.

Framleiðsla bjórsins hófst á bjórdaginn, 1. mars 2005 og skömmu síðar hlaut hann verðlaun á European Beer Star keppninni í Bæjaralandi í Þýskaland.  Hófst þá útrás í kjölfarið.

Á vefnum vinbud.is sem selur bjórinn er honum líst svo:  Ljósgullinn. Meðalfylling, mildur með sætuvotti og lítilli beiskju og mjúkum maltkeim.
Passar vel með alifuglum, lambakjöti, grillmat og á sólpallinum. 

Ég mæli meðs að fólk prófi þessa rammíslensku fraðmleiðslu en hafi plan B í bjórdrykkju því hann er ekki allra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 234547

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband