31.8.2008 | 20:49
HK ætlar að spila með þeim bestu
Það var auðséð á leiknum í kvöld á móti Þrótti að HK ætlar að spila með þeim beztu á næstu leiktíð. Ég var meðal 1.073 áhorfenda á leiknum. Eitt prómill maður. Ari litli strákurinn minn og HK-maður var með mér. Stórsigur, sá stærsti í efstu deild staðreynd og markatalan orðin samkeppnishæf við næstu lið í deildinni.
HK fékk óskabyrjun í leiknum. Almir Cosic skorað strax eftir þriggja mínútna leik úr aukaspyrnu. Þeir hafa æft föstu leikatriðin vel á æfingum. Sinisa Valdimar Kekic var duglegur að mata sóknar- og vængmenn HK með góðum sendingum. Hann gefur liðinu nýja vídd. Heldur boltanum vel og byggir upp. Ég ráðlagði Ara litla, að fylgjast og læra af honum. Hann gerði það allan leikinn. Minntu sendingar hans á Dennis Bergkamp eða Kanu.
Vörnin hefur verið þétt í síðustu leikjum og er slóveninn Erdzan Beciri öflugur í hjarta varnarinnar. Á bak við þá er frábær markvörður, Gunnleifur Gunnleifsson, sem á að vera markvörður númer eitt hjá Íslenska landsliðinu. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum og er öryggið uppmálað. Finnur Ólafsson er drjúgur á miðjunni fyrir framan vörnina.
Annað markið kom eftir hraða sókn leik Hörður Magnússon á markvörð Þróttar. Þriðja markið var eins og það fyrsta, úr aukaspyrnu við vítateigslínu. Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson það æfða mark. Í blálokin skoraði hinn knái Aaron Palomares mark eftir hraða sókn. Það var líkt öðru markinu.
Tvær skiptingar voru gerðar í fyrri hálfleik vegna slasaðra leikmanna. Markaskorarinn Almir Cosic og Finnbogi Llorens urðu fyrir hnjaski. Vonandi eru meiðsl þeirra ekki alvarleg fyrir mikilvæga leiki framundan. Það eru tólf stig eftir í pottinum og eitt stig í Fylki og fjögur í Þrótt.
13. sept. KR - HK
18. sept. HK - Grindavík
21. sept. Fjölnir - HK
27. sept. HK - Breiðablik
Þriðji sigur HK í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.