23.8.2008 | 10:30
Forsíður dagblaðanna
Það var gaman að fara yfir forsíður dagblaðanna í morgun. Handboltahetjur okkar áttu sviðið eftir frækilegan sigur á Spánverjum. Á forsíðu Moggans var stór mynd af Guðjóni Val Sigurðssyni. 24 Stundir fyglja athyglisverðu viðtali við móður Björgvins Páls Gústafssonar með forsíðumynd og Fréttablaðið bitir risa mynd af þeim félögum, Sigfúsi Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni í spennufalli.
Val á forsíðumynd er erfitt, þær eru svo margar hetjurnar í Peking og endurspeglar breiddina í liðinu. Ekki má heldur gleyma þeim sem starfa á bakvið tjöldin. Má þar meðal nefna fimmtánda manninn, Bjarna Fritzson, læknaliðið, þjálfarateymið og stjórnarmenn.
Nú er undirbúningur hafinn af morgunverði á morgun eftir hátíð dagsins í gær og dag. Það var gaman að sjá norsku stúlkurnar vinna gullið í handbolta í morgun. Vonandi verða okkar menn ekki saddir og verða í sömu sporum.
Það er gaman að heyra þetta markmið hjá Ólafi Stefánssyni um gullið og þjóðsönginn. Það sama gerðu íslensku bridsspilararnir í Yokohama er þeir unnu Bermúdaskálina 1991. Með því urðu þeim fyrstu heimsmeistarar Íslendinga í flokkaíþrótt.
„Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.