22.8.2008 | 09:37
Bermúdabrosið komið til Peking
Stemmingin hér á landi fyrir handboltaleik Íslendinga og Spáverja á Olympiuleikunum minnir mig á stemminguna sem var hér fyrir heimsmeistaramótið í brids 1991. Þá flykkti þjóðina sér á bakvið bridsspilarana rétt eins og nú. Spilagleðin er sameiginleg með báðum liðum. Jákvæðni var höfð að leiðarljósi. Eflaust muna flestir líka eftir nýjum stíl sem íslenzku spilararnir tóku upp í lokakeppninni, þar sem þeir ákváðu að brosa til andstæðinganna þrátt fyrir að eitthvað færi miður. Bermúdabrosið var það kallað. Þann 10. október 1991 voru íslendingar krýndir heimsmeistarar í brids. Það var í fyrsta skipti sem íslenskt lið í flokkaíþrótt náði þeim áfanga. Verður sagan endurtekin á sunnudaginn? Vonandi.
Íslensku bridsspilararnir í Yokohama lærðu margt af handboltaleikmönnum en þeir höfðu farið í langar keppnisferðir erlendis og leyst mörg vandamál, andleg og líkamleg. Vonandi hafa handboltamennirnir lært eitthvað af íslenzku bridsspilurunum.
Nokkru eftir heimsmeistaramótið í Yokohama ræddi ég lengi kvölds við einn heimsmeistarann og sagði hann mér skemmtilega frá undirbúningnum og frá aðstoð sem þeir fengu er mótið var í gangi. Einn heimsfrægur spilari hvatti þá til að hugsa jákvætt til endalokana og hugsa um það þegar íslenzki þjóðsöngurinn yrði spilaður, þeir ættu að læra hann. Einnig hvatti hann spilarana um að hætta öllum vanmætti og hætta að spá í höfðatöluna. Það skipti ekki máli hvort þjóðin væri 275 þúsund eða 80 milljónir. Aðeins sex bestu spilararnir teldu. Hinir skiptu ekki máli. Þetta er laukrétt hjá honum. Með þessi ráð í handraðanum, jákvæðni, bjartsýni og góða spila- og sagntækni fóru Íslendingarnir alla leið.
Það verður stopp á kóðun og ráðgjöf í vinnunni meðan leikurinn verður í dag hjá Stika. En Stiki er stoltur stuðningsmaður Strákanna okkar og hefur merki fyrirtækisins komið á nokkrum auglýsingum handboltaliðsins. Áfram Ísland.
![]() |
Óhræddir og fullir tilhlökkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Dægurmál, Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 235893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.