Skrapp út ***

Skrapp á kvikmyndina Skrapp út eftir Sólveigu Anspach um helgina.

SkrappUtEftir helling af auglýsingum og stiklum birtist íslenska myndin. Hún var borin upp af háægða atvinnuleikurum og ýmsum skrautlegum karakterum, flestum úr listageiranum. Í stuttu máli segir frá dópsalanum Önnu sem hefur mikil sambönd í undirheimum Reykjavíkur. Flóran endurspeglar allan þjóðfélagsstigann. Anna er orðin leið á bransanum og stefnir á ferðalag af skerinu. Hún ákveður því að selja farsímann sinn en þar eru númer allra 300 viðskiptavina hennar. Upplýsingar eru dýrmæt eign.   Er hún er að ganga frá viðskiptunum endar hún óvænt upp á Snæfellsnesi og lendir í  æsilegri leit að farsímanum.  Á sama tíma safnast kúnnahópur hennar saman á litlu heimili hennar og er það spaugilegur hópur.

Það má segja að þetta sé vega- og farsímamynd en farsímar eru farnir að verða gríðarlega mikilvægir í söguþræði kvikmynda. Það er húmor í myndinni og  ágætis afþreying.  Nokkur stílbrot eru í frásögninni og finnst mér athyglisverðast þegar gítar kemur óvænt inn í söguna á Kvíarbryggju. Snilldar atriði og minnir á atriði í myndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór er jeppi hverfur skyndilega í eltingaleik við lögregluna.

Einnig eru nokkrar sögur sem styðja aðalfrásögnina, þeir þræðir eru ekki gerðir upp í lokin. Ég spyr mig, hvort það sé ekki útpælt, á áhorfandinn ekki að klára þær pælingar?  Lífskúnsterinn Didda er aðal persóna myndarinnar og ef til vill er handritið skrifað með hana í huga. Hún leikur sjálfa sig og finnst mér ekki ná að slá í gegn.

Tónlistin góð í myndinni, skemmtilegur bassi og stórsveitin Hjálmar með skemmtilegt gleðilag í lok myndar sem hélt áhorfendum í sætum meðan kreditlistinn rann í gegn.

Mikið eru auglýsingar og hlé farið að fara úr böndunum í íslenskum kvikmyndahúsum. Nú fer ég að stunda sýningar hjá Græna ljósinu, þar er maður laus við þennan ófögnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló !

ég er eigilega allveg sammála nema þá að ég myndi gefa myndinni 3 stjörnur af 4 .  Mér fannst mikill húmor í myndinni og nú gerir maður sér betur grein fyrir hverning fólk í svona heimi lifir . Þessi mynd var ekki jafn raunveruleg að ég held eins og aðrar íslenskar myndir.  Og ég er sammála með þetta um auglýsingarnar.

Takk fyrir , kær kveðja :

Særún Sigurpálsdóttir .

Særún Sigurpálsdóttir. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:04

2 identicon

Hvaða hvaða. Auglýsingar eru kraftbirtingarhljómur samtímans. Ef ekki væru auglýsingar væru engin bíó.

kv.

Einar Örn (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband