Þýli

Á Hafíssetrinu í Hillebrandtshúsi, elsta timburhúsi landsins á Blönduósi er þessari köldu spurningu kastað fram.

Talið er að Ísland hafi heitað Þýli í a.m.k. 1200 ár. Ættum við að skipta og taka upp gamla nafnið? Hugsið málið!

Hvað ætli markaðsmenn segi um nafnabítti. Eftir tvöhundruð ár verður Ísland íslaust og ber þá ekki nafn með rentu.

Mér fannst þetta athyglisverð vitneskja um gamla nafnið á landinu okkar sem ég fékk á Hafíssetrinu í gær. Hins vegar finnst mér nafnið Þýli vera frekar óþjált og líta illa út á prenti. En það yrði borið fram eins og Thule. En þetta er svipuð pæling og cuil.com menn eru að framkvæma, vera kúl.

Nafnið Þýli er komið af gríska orðinu þýle. Gríski sæfarinn Pyþeas ritaði um ferðir sínar á fjórðu öld fyrir Krist og minnist þar meðal annars á þessa norðlægu eyju, Þýli. Segir hann ís ekki fjarri landinu í norðri, bjart nánast allan sólarhringinn um hásumar og sé þangað sex daga sigling frá Bretlandi.

Á frólega vefnum ferlir.is er þessi frásögn af nafninu Þýli.

"En laust eftir aldamótin 700, þegar norrænir víkingar, er þá og síðar vóru yfirleitt nefndir "danir", tóku að herja og ræna vestur á bóginn frá aðalbækistöð sinni á meginlandinu er enn heitir Normandí í Frakklandi, var höfuðbækistöðin flutt norður til þess óbyggða eylands, er nú heitir Ísland, en þá hét Þúla eða Þýli = Sóley, (síðar Thule eftir að þ-ið hvarf úr engilsaxnesku stafrófi), "

Að lokum má leika sér með nokkrar línur. 
  "Ég ætla heim til Þýlis!",
  "Hæstu vextir í heimi á Þýli",
  "Þýlenska kvótakerfið.

Þýli ögrum skorið

Þýli ögrum skorið,
eg vil nefna þig
sem á brjóstum borið
og blessað hefur yfir mig
fyrir skikkun skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.

    Eggert Ólafsson  1726-1768 

Borgarvirki 022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Er ekki Frón betra? En allavega við þurfum að skpta um nafn á landinu eða gjaldmiðlinum til að bæta ímynd landsins.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband