Á Sandfell (341 m) međ Útivistarrćktinni

Í kvöld gekk ég í liđ međ Útivistarrćktinni og heimsótti Sandfell viđ Sandskeiđ. Ţetta er lítiđ fell en nokkuđ laglegt og lćtur lítiđ yfir sér. Ţađ hafđi ekki fyrr vakiđ athygli mína á leiđ til og frá Kópavogi.

Mćting var kl. 18.30 viđ Toppstöđina í Elliđaárdal, en framtíđ hennar er óljós. Hún hafđi ţađ hlutverk ađ framleiđa rafmagn ţegar álag var sem mest á raforkukerfiđ. Ţví hlaut hún ţetta lýsandi nafn.  

Ekiđ var eftir Suđurlandsvegi og beygt inn á veginn til Bláfjalla. Viđ vegamótin er bílastćđi ţar sem lagt var af stađ í gönguna. Ţátttakendur á ţessu fallega sumarkvöldi voru um 50. Gönguleiđin er létt en nokkuđ löng en hćgt er ađ keyra nćr fellinu. Fyrst var gengiđ ađ svokölluđum menningarvita, eđa réttar sagt Íslandsvita eftir Claudio Parmiggiani, en hann var reistur er Reykjavík var menningarborg Evrópu áriđ 2000. Ekki hefur hann heldur vakiđ athygli mína en hann lýsir allan ársins hring.  Síđan var haldiđ áfram ađ Sandfelli yfir mosavaxiđ hraun.  Mér finnst alltaf erfitt ađ ganga á mosa. Ţađ ţarf ađ vanda sig, annars geta orđiđ skemmdir og tekur langan tíma fyrir náttúruna ađ laga ţćr.   Stefnan var sett á Sandfellsgil og leyndi ţađ vel á sér. Móbergiđ er ráđandi og ţar mátti sjá gamla skessukatla.

Sandfell-Islandsvitinn

 Íslandsvitinn, fjarri byggđu bóli. Skáldskapur og andspyrna verksins felst í fjarverunni.

Eiginlega er SandfeÍll ekki fjall heldur frekar hár hlíđarendi. Frá Bláfjöllum gengur hryggur um fjóra kílómetra til vesturs. Ađ norđan er hann nokkuđ brattur og í honum eru hamrabelti. 

Eftir rúmlega klukkutíma göngu var hópurinn kominn upp á Sandfelliđ og opnađist falleg sýn yfir höfuđborgarsvćđiđ.  Í norđri sáust Ţingvallafjöll vel, Kálfstindar, Hrafnabjörg, Skjaldbreiđur, Ármannsfell og Botnssúlur međ Búrfell í forgrunn. Síđan sást Ţórisjökull,  Kjölur, Skálafell, Grímarsfell,  Mosfellsheiđi, gyllta Móskarđshnjúka og Esjan endilöng.  Í austri var Hengill og voldugi nágranninn, Vífilsfell. Síđan Bláfjöll. Í suđri sáust Ţríhnjúkar, Grindarskörđ, Helgafell, Húsfell og Keilir.  Í vestri sást spegilslétt Elliđavatn međ höfuđborgina. Einnig sást móta fyrir Snćfellsjökli. Uppi er stór varđa og fallegt útsýni yfir Húsfellsbruna, athyglisvert ađ sjá hvernig hrauniđ hefur runniđ eins og stórfljót frá Bláfjöllum. 

 Nokkrir međlimir Útivistarrćktarinnar á Sandfelli ađ horfa yfir Húsfellsbruna

Á Sandskeiđi var mikiđ líf. Svifflugvélar tóku sig á loft og settust. Einnig nýttu fallhlífastökkvarar sér veđurblíđuna og flugu hćgt niđur og lentu fimlega. Viđ gengum fram á líklegar stríđsminjar viđ hóla stutt í vestur frá Sandskeiđi.  Etv. hefur flugvöllurinn veriđ hernađarlega mikilvćgur á stríđstímum. Mótorhjólamenn eiga gott ćfingasvćđi hjá Vífilsfelli og áttu nokkur hjól leiđ framhjá. Einhverjir hafa fariđ út af veginum sem liggur í gegnum hrauniđ en ţađ er nokkuđ snortiđ af umferđ. För eftir jeppa sjást víđa, etv. eftir bćndur í smalamennsku og jafnvel herjeppa.

Í framhaldi af Sandfelli í vestur er lágvaxiđ fjall, Selfjall. Kemur nafngiftin á óvart, ţví ţađ er mun minna en meginreglan er sú ađ fjall sé stćrra og hćrra en fell. Örnefnin minntu mig á fjöll viđ Mývatn. Ţar er til Sellandafjall, Bláfjall og Sandfell.

Nú mun ég heilsa Sandfelli og Íslandsvitanum á ferđ til og frá Kópavogi og segja samferđamönnum, "Ţarna fór ég".

Ţótti mér betur fariđ en heima setiđ.

Og lýkur ţar ađ segja frá Sandfellsför.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband