26.5.2008 | 22:07
Ama Dablam - Beyond the void ****
Var að koma af frumsýningu á fyrstu íslensku heimildarmyndinni um háfjallamennsku, Ama Dablam - Beyond the void eftir Ingvar Ágúst Þórisson. Myndin fjallar um leiðangur Viðars Helgasonar og Ingvars á Ama Dablam, 6.856 m háan tind í Himalaja. Leiðsögumaður í ferðinni var enginn annar en breski klifrarinn, Simon Yates.
Það var þétt setinn salurinn í Háskólabíó og margir háfjallamenn og hjáfjallakonur mættir á svæðið. Mörg falleg skot eru í myndinni af Himalayafjöllum sem toga í mann. Simon er söguhetjan og er ansi geðugur náungi. Íslendingarnir eru að hefja sína háfjallamennsku og þegar þeir tjá sig, þá er kemur orðið þreyttur oft fyrir.
Eitt sem ég saknaði í myndinni var persónusköpuninni, það vantaði að kynna leiðangursmenn betur og eins hefði mátt nota grafík meira til að sýna hvar búðirnar voru á fjallinu. Ferðin virtist vera einföld á toppinn. Búið var að setja línur á hættulegustu staði á hryggnum. En góð myndataka sýndi að það var langt niður og hugsaði ég til fjallamannanna sem gengu fyrstir á fjallið.
Frábær heimildarmynd, sextíu mínútna veisla án hlés um töfra og frelsi Himalaya.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.