Afkomumælingar á Mýrdalsjökli

Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega afkomumælingaferð á Mýrdalsjökul í dag. Ég jöklaáhugamaðurinn og jöklasafnarinn skellti mér í ferð. Ég fékk far með þeim bræðrum Guðmundi Þorra og Tómasi Jóhannessonum á nýbreyttum Toyota Land Cruiser, frábær fjallabíll. Það var þægileg og skemmtileg ferð.

Lag var af stað úr Höfuðstaðnum kl. 7 í morgun og stefnan sett á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði. Veðrið á Hellisheiði var ekki glæsilegt, úrkoma og rok en einn leiðangurstjóranna, Hálfdán Ágústsson, veðurfræðingur var búinn að rýna í kort og fann dag um helgina hvítu á milli lægða. Gekk spáin eftir og lagaðist veðrið er austar dró.

Boraðar voru  þrjár afkomuholur með kjarnabor og notið þess að vera á jöklinum.
Bráðabirgðaniðurstöður sýndu að afkoma Mýrdalsjökuls var svipuð og í fyrra. Í fyrstu holu var afkoman 11.77 m.  Önnur holan gaf tæpa tíu metra og sú þriðja var rúmir 9 m.

Það voru ungir og duglegir bormenn, vel skipulagðir og nákvæmir vísindamenn með í ferð. Einnig margir félagar í Jöklarannsóknarfélaginu mættir til að styðja við bakið á bormönnum. Tveir jeppar með jöklaáhugamenn komu frá Hornafirði. Það var gaman að vera innan um ungliðana í JÖRFÍ, þeir voru mjög hjálplegir, duglegir og gáfu sér góðan tíma til að útskýra leyndardóma jökulsins.

Mér var hugsað til eldstöðvarinnar Kötlu sem var fyrir sunnan okkur er við vorum að bora. Hún lét ekki á sér bæra en hún er vel vöktuð af jarðvísindamönnum og við hefðum ekki komist upp á jökul ef hætta hefði verið á ferð.

IMG_9305

Gyða að raða ískjörnunum í réttri tímaröð.

Ískjarnarnir sem sóttir voru í Mýrdalsjökul með snjókjarnabor voru vegnir og mældir. Hitastig í þeim var mælt á 10 cm bili og var nýjasti ísinn +0,5 gráður heitur en kólnaði þegar neðar dró. Hæsta gildi var -4.0 gráður en svo hlýnaði aftur er kom að árskilum, þ.e. síðasta haust en þá var hitinn um frostmark.  Þyng hvers kjarna var skráð og lengd og þykkt til að finna eðlismassa. Kjarnarnir í miðri holunni voru flottastir, langir og hreinlegir en þar var úrkoman í vetur geymd.

Þegar komið var að ársskilum, var rör sett í holuna og hún staðsett nákvæmlega með nýjustu GPS-tækni. Holunar verða síðan heimsóttar í haust og þá verðurhægt að sjá hvað mikið hefur bráðnað, eða hversu mikinn skatt jökullinn hefur greitt. Líklegt er að 5 til 6 metrar fari ofan af jöklinum í sumar.

IMG_9285

Bormenn í um 1400 metra hæð að ná í gögn í jöklinum.  Jöklarnir vita svo margt! JÖRFÍ á þennan öfluga bíl. Fólk á mynd: Ágúst, Einar, Skafti, Hálfdán, Sveinn, Hrafnhildur, Bergr og Jóhanna.

Vísindin efla alla dáð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að lesa og sjá myndirnar. gamlar og góðar minningar. stundum erfitt að vera í útlöndum ætíð þegar jöklarnir kalla, en hér í noregi eru nokkrir klakar líka.

kveðjurnar, dóri

dóri gísla yngri (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Alltaf gaman að lesa um jökla.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.5.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband