Morgunganga FÍ

Vaknaði árla í morgun. Tók þátt í morgungöngu Ferðafélags Íslands ásamt nokkrum vinnufélögum.  Þetta var fjórða morgunganga félagsins. Það er nauðsynlegt að sprengja upp formið.  Göturnar voru bíllausar í morgun. Þrír fyrstu bílarnir sem ég mætti voru hreinsibílar. Sópuðu þeir upp óhreinindum af götum borgarinnar.

Stefnan var sett á Helgafell í Mosfellssveit. Fimmtíu og tveir árrisulir göngugarpar mættu til leiks. Þeir voru jafnmargir spilunum í spilastokki. Páll Ásgeir Ásgeirsson tók upphitun með hópnum og minnti okkur hversu heppin við værum að vera til í þessu milda veðri.  Eftir nokkrar slökunaræfingar var halið á fellið. Komið við á gulleitarslóðum og fróður innfæddur Mosfellingur Bjarki Bjarnason sagði okkur frá því sem fyrir augu bar.   Við rætur Helgafells voru stríðsminjar. Sjá mátti undurstöður vatnstanka en tíuþúsund hermenn bjuggu við rætur Helgafells. Á toppnum rákumst við á leifar af birgi, líklega stríðminjar. Síðan var haldið í austur eftir því endilöngu niður í mynni Skammadals og þaðan vestur með fjallsrótum að bílastæðinu. Hressandi morgunn!

Palli-Helgafell-600

Ég á uppleið og vel klæddur. Er ávallt með þennan hatt í fjallaferðum.   Mynd félagi Marc

 

Palli-Helgafell2-600

Mynd félagi Marc.

IMG_9228


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 235893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband