Vorfundur JÖRFÍ

Þegar maður á lénið vatnajokull.com, þá getur maður ekki verið þekktur fyrir annað en að vera félagi í Jöklarannsóknafélaginu. 

Í kvöld var Vorfundur Jöklarannsóknarfélgs Íslands í Öskju og hélt Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur fróðlegt erindi um rannsóknir í Skaftárkötlum 2006-2008. Greindi hann frá borleiðangrum til katlana í vorferðum á Vatnajökul 2006 og 2007 frá gangi borana, mælinga og sýnatökum. Síðan lýsti hann helstu niðurstöðum mælinga á vatnshita. Fróðlegt líkan af hræringum í lóninu undir kötlunum til skýringar á hinu mælda ferli var kynnt.  Kom þar í ljós að þarna voru miklir vísindamenn á ferð.

Skemmtileg saga var sögð af merkilegur símtali. En svo er mál með vexti að einn vísindamanna, Bergþór að nafni, hringir úr farsíma úr porti hjá Orkustofnun í mastur sem statt er í eystri Skaftárkatli. Mastrið gefur samband 300 metra niður í jökulinn í búnað sem er þar og tækið segir, "fjórar gráður", en það er hitinn á vatninu undir katlinum. Mjög athyglisvert samtal við mjög athyglisvert tæki á mjög athyglisverðum stað.

Að loknu erindi var myndasýning úr Kerlingarfjöllum en sumarferð félagsins verður heitið þangað í lok júní. Magnús Tumi Guðmundson sýndi myndir og útskýrði faglega tvær  öskjur  í Kerlingarfjöllum og greindi frá aldri nokkra tinda þar. Sá elsti er Höttur og er 350 þúsund ára gamall en sá yngsti er um 100 þúsund ára gamall. Einnig sýndi hann ljósmyndir sem teknar voru árið 1941 og bar saman við nýlegar myndir og eyðing jökla er augljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband