28.4.2008 | 16:44
Derbyleikur
Í kvöld er leikur Derby County og Arsenal. Derby er lélegasta lið sem spilað hefur í ensku Úrvalsdeildinni og hefur aðeins unnið einn leik í 35 tilraunum. Því ætti leikurinn í kvöld að vera formsatriði.
En það borgar sig ekki að vanmeta andstæðinginn. Ég man alltaf eftir leik Stoke City og Arsenal í lok mars 1985. Þá var Stoke lang lélegasta lið deildarinnar. Fékk aðeins 17 stig í 42 leikjum og mínir menn í heimsókn. Næsta lið var Sunderland með 40 stig. Ég var með flott kerfi í getraunum og tryggði leik Stoke City og Arsenal. Tveir var merkið. Ég var í Menntaskólanum að Laugarvatni og tölti upp í sjónvarpsherbergi á skólavistinni um miðjan laugardag til að sjá flottar tölur. Bjarni Fel hóf að þylja úrslitin og þegar komið er að leik Stoke City og Arsenal fraus ég.
Stoke hafði unnið mjög óvæntan sigur, 2-0. Ótrúleg úrslit, getraunakerfið gaf ekki krónu. Lið Arsenal var skipað:
John Lukic; Viv Anderson, Kenny Samson, David O'Leary, Tommy Caton; Stevie Williams, Brian Talbot, Graham Rix; Paul Mariner, Tony Woodcock og Raphael Meade. Mig langaði að senda þeim reikninginn fyrir getraunakerfinu. Everton var yfirburðaliðá þessum árum.
Ég á ekki von á svo óvæntum úrslitum í kvöld, stöðugleikinn er meiri og munurinn meiri á liðunum. Fabregas verður vonandi í stuði eftir útnefninguna á efnilegasta leikmanninum í gærkvöld.
Arsenal á enn möguleika á titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
John Lucic. Hann var flottur markvörður, en enginn vissi af honum nema Nallar og Leedsarar.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.