Moskva

NouCamp

"Ég hefði sparkað boltanum í burtu", sagði Ari litli sem nýlega var kominn af æfingu hjá 8. flokk Breiðabliks, er hann sá jöfnunarmak Chelsea á móti Liverpool í gærkveldi. Ef Riise hefði hugsað eins og Ari litli, þá hefði Liverpool verið næstum komið með annan fótinn í úrslitaleikinn í Moskvu.

Ég fór til Barcelona aldamótaárið og hreift mjög af borginni og liðinu sem kennt er við borgina. Þegar heim var komið frétti ég af stuðningsmannaklúbbi hjá Barcelona hér á landi. Ég skráði mig í hann en það hefur farið lítið fyrir honum og ekki hafa peningaútgjöld verið mikil.

Það verður gaman að sjá leik Barcelona og Manchester United á Nou Camp. Barcelona er mikið sóknarlið og vörnin ekki nógu traust. Ég óttast ég að þeir fái á sig mark á heimavelli en það er slæmt í útsláttarkeppni.  Katalóninn og fyriliðinn Poyul er í leikbanni hjá Barca og í hjarta Manchester vantar hinn öfluga Vidic. Það er því skarð fyrir skildi í báðum vörnum.

Barcelona spilar 4-3-3 og er framlínan mögnuð. Messi, Eto'o og Deco. Var að vona að Henry myndi hefja leik en Deco kemur í staðinn.   Ég sá leik í febrúar á Nývangi. Barcelona lagði Levante 5 -1 og skoraði Eto'o þrennu. Þar  var Xavi gríðarlega skapandi á miðjunni og þegar á leikinn leið tók Toure öll völd á miðvellinum. Það verður gaman að fylgjast með þeim gegn Ronaldo og Scholes.

Spáin er 3-1 sigur hjá Barcelona.   Vonandi dugar þessi úrslit til að komast til Moskvu í maí.

Vefur Barcelona á Íslandi


mbl.is Eiður á bekknum - Vidic ekki með Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 234896

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband