19.4.2008 | 16:11
Ökumaðurinn var útlendingur
Blaðamannafélag Íslands hélt ráðstefnu í gær. "Hinn grunaði er útlendingur - umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot . Þar kom fram að umræðan er skammt á veg komin hér á landi en virðist vera að þroskast. Hátt hlutfall frétta um innflytjendur var neikvætt og sjaldan talað við innflytjendur sjálfa. Hér er ein jákvæð saga af innfluttum ökumanni.
Var að ferðast um höfuðstaðinn síðla kvölds í vikunni. Hafði verið að spila brids og var argur út í síðasta spil kvöldsins. Klúður í sögnum hafði kostað toppsætið. Kem að gatamótum og stöðva bíllengd fyrir aftan rauðan japanskan pallbíl. Skyndilega byrjar bíllin fyrir framan mig að nálgast. Hann nálgast og nálgast. Pallbíllinn var ekki að renna fá sentímetra áður en skipt er í fyrsta gír. Hann er í bakkgír! Ég hef sekúndu og ákveð að reyna að bakka en næ ekki að framkvæma neitt. Dráttarkúlan á þeim japanska finnur leið undir stuðarann á jepplinginum mínum og þrýstir óvarlega á vatnskassann. Við vorum óslasaðir. Ég hopa út og í sömu andrá stígur ökumaður pallbílsins út og mælir: "Ég ekki sjá þig." Hann er útlendingur.
Ég taldi þetta ekki mikinn árekstur. Bara nudd. Ég kyrrstæður og útlendingurinn á fjórum km/klst. Ég sé að dráttarkúlan er flækt í stuðara og kíki undir jeppling minn. Þá sé ég að vatnið rennur af vatnskassanum. Það fauk í mig og ég blótaði ógurlega og stappaði niður fótunum. Fyrst spaðastubbur og ellefu slagir. Síðan ónýtur vatnskassi. Ekki pirraði það mig þó ökumaður pallbílsins væri ekki fæddur hér á landi. Ég sá ég að það bætti ekki neitt að vera eins og naut í flagi og ákvað að vera jákvæður. Ég ræddi við innflytjandann um stöðuna sem upp var komin en hann talaði ágæta íslensku. Við reyndum að ná bílunum í sundur en það tókst ekki. Kúlan hafði húkkað sig fasta. Innflytjandinn kunni ráð. Hann tók splitti úr dráttarkúlunni og þá losnaði hún frá bíl hans. Síðan náðu við að þræða kúluna úr RAV-inum mínum. Ég fór og sótti tjónstilkynningu en fann ekki penna. Innflytjandinn átti penna og við hófum að skrifa niður nöfn og númer.
Ég vildi ekki keyra heim, ég gæti eyðilagt vélina. Ég spurði útlendinginn hvar hann byggi og hann sagði mér það. Leiðin var í sömu átt. Ég spurði hann hvort hann væri ekki til í að draga mig heim. "Ekkert mál", svaraði hann og síðan héldum við heim á leið. Útlendingnum þótti þetta atvik leitt og var hinn kurteisasti og hjálpsamasti. Hann var að byggja upp eigið fyrirtæki hér á landi. Þegar ég kvaddi hann, þá sé ég eftir að hafa rokið upp eins og djúp íslensk lægð. En stormurinn lægði fljótt.
Ég hef síðan verið að velta því fyrir mér hvað ég var heppinn að það var útlendingur sem bakkaði a mig. Íslendingurinn hefði eflaust ekki haft tíma til að draga mig heim, eða hvað?
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 4
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 246
- Frá upphafi: 234807
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 213
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fræabær saga og umhugsunarvert hvort þú finnir mjög marga svona góða íslendinga til að lenda í árekstri við.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.