31.3.2008 | 09:16
Loksins, loksins
Það er kraftur í Sturlu Jónssyni og vörubílstjórum. Það þarf stundum að "sprengja" menn að samningaborðinu. Ég styð þessar aðgerðir bílstjóranna heilshugar. Með því að stoppa sjálfvirkar hækkanir á bensín og olíuverði þá hækkar verðbólgan ekki eins mikið og húsnæðislánið mitt ríkur ekki eins hratt upp.
Því getur þessi fórn bílstjóranna sparað mér tugþúsundir í greiðslubirgði á árinu.
Annars þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessum köppum. Ég geng í vinnuna. Safna vöðvum og brenni fitu. Bæti skapið og bæti heilsuna.
Mikið vildi ég að Sturla og félagar hefðu verið sjómenn fyrir tuttugu árum. Þá hefðu þeir væntanlega ekki látið stjórnvöld vaða svona yfir sig eins og sjómenn létu gera með kvótakerfið sem er eins og fram hefur komið, mannréttindabrot.
Það er franskur bragur á vörubílstjórum. Meira svona.
Ráðamenn vakni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér í að aðgerðir séu nauðsynlegar, en finnst þeir hefðu mátt vera markvissari í að láta ráðamennina finna fyrir þeim í stað almennings. Fimm bilaðir vörubílar fyrir framan þinghúsið og sjö á tröppum stjórnarráðsins hefðu að mínu mati verið heppilegri óhöpp!
Skúli Freyr Br., 31.3.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.