Akrafjall

Akrafjall og Skarðsheiðin eins og fjólubláir draumar.........   Það var loks tími kominn hjá mér að ganga á Akrafjall, annan fjólublá drauminn.

Það blés köldu af norðaustri á göngumenn á Akrafjalli í morgun. Ég slóst í hóp með 50 Símamönnum sem eru að æfa sig fyrir ferð á Hvannadalshnjúk. Þjálfarar teymisins eru ekki af verri endanum. Haraldur Örn Ólafsson hátindahöfðingi og Pétur Ásbjörnsson kerfisstjóri hjá Símanum.

Akrafjall er sporöskjulöguð og formfögur fjallabunga sem stendur á nesinu á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs.  Talið er að fjallið sé gömul eldstöð, en jökull hafi gengið yfir það og sorfið af því allar hvassar brúnir landmegin, en síðan steypst fram dal sem klýfur það vestanmegin og nefnist Berjadalur.  Bungan sunnan í hlíðum dalsins heitir Jókubunga.  Eftir dalnum rennur Berjadalsá.  Norðan árinnar kallast fjallið Norðurfjall og sunnan hennar Suðurfjall.  Sitt hvoru megin dalsins rísa tveir tindar.  Heitir sá nyrðri og hærri Geirmundartindur (643m) en hinn syðri Háihnúkur (555m).  Guðfinnuþúfa er drangur neðan Geirmundartinds.  Meginefnið í fjallinu er basalt, en víða eru rauðleit móbergslög milli blágrýtislaga.  Greinilegar sjávarmyndanir finnast umhverfis fjallið og í því, þær hæstu ofan við bæinn Kúludalsá í 70 m hæð.  Hvalbein hafa fundist í 80 m hæð við bæinn Fellsenda. 

Geirmundartindur

Geirmundartindur í 643 m hæð (N 64.20.612 W 21.56.643). Gestabók frá árinu 1999. Skarðsheiðin er í bakgrunni. Fjólublár draumur.

Gönguferðin hófst árla morguns, kl. 9 og hófst hjá vatnsbóli Skagamanna. Margir bílar voru á bílastæðinu og haldið var upp Selbrekkuna með kaldan vindinn í andlitið.  Síðan var farið eftir brúnunum en tekinn krókur inn fyrir Guðfinnuþúfu þar var töluvert grýtt.  Síðan haldið farið áfram meðfram brúnunum og upp á Geirmundartind. Heldur brösuglega gekk að skrifa nöfnin í gestabókina og þurfti að halda vel í hana svo hún fyki ekki niður á Skaga.

Eftir að búið var að kvitta var haldið eftir spröskjulöguðu fjallinu og stefnt á Jókubungu. Síðan var stefnan tekin á Háhnjúk. Slóðir voru eftir fjórhjól eða jeppa á fjallinu í rúmlega 500 metra hæð og fylgdum við þeim.

Það blés vel á syðri Háahnjúk en þar var gestabók.Vindurinn var þó í bakið.  Leiðin niður af hnúknum var frekar brött og svell á köflum. Ég var mjög feginn þegar náð var fyrir krók sem var framundan en það var bratt niður.  

Vegalengdin sem við gengum á fjórum tímum og 25 mínútum var frá 11.7 km til 12.7. Hærri tölur heyrðust en það er fínn tími fyrir hringinn miðað við aðstæður.

Eitt sem ferðamálayfirvöld á Akranesi mega gera er að merkja leiðina að upphafspunkti betur, við þurftum að hafa nokkuð fyrir að finna vegaslóðann.  Verð var að laga veginn á ákveðnum stöðum og sá ég eitt nýtt orð, moldartipur. 

Heimildir:

http://www.akranes.is/mannlifid/utivist/gonguleidir-um-akrafjall/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ekki vantar í þig kraftinn Sigurpáll. Svei mér þá ef þú kemur ekki skokkandi á bridgemót.

Þórbergur Torfason, 29.3.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurpáll þú kemur með á Skarðsheiði næsta sunnudag. Lagt af stað klukkan 10 frá Krónunni í Mosó.  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.4.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband